Ilmurinn minn kominn á markað

ray_saxxRaySaxx Ilmvatnið sem er kennt við mig er komið á markað Smile Hægt er að nálgast það í Hagkaup og vesturlandsapóteki. Ilmirnir eru þrír: Amaze, Heart og Feminine.

Frábær jólagjöf fyrir skvísurnar! Wink Mínir uppáhalds eru Heart og Feminine annars eru þeir allir mjög góðir..

Hægt er að lesa betur um þetta í nóvember eintakinu af Hann/hún.

MBL frétt hér

 

Heart//Kiss

 


Við hjónin happy í Búlgaríu ;)

Okmag2Hér er ein glaðleg mynd af okkur hjónum tekin úr forsíðuviðtalinu fyrir OK Magazine. Merkilegt hvað er hægt að gera mann settlegan eitthvað ... Whistling  En falleg mynd samt sem er gaman að eiga.

Nú eru bara um 20 dagar þangað til við komum í jólafríið! mig hlakka mikið til að koma í jólafílinginn því þeir eru ekkert svakalega ýktir í þeim málum Búlgararnir, maður sér einstaka sinnum glitra í jólaljós hérna Errm og ég sem ELSKA jólastemminguna!


TAGGED.com

face2Ég hef áhuga á að vita hver það er sem heldur úti fyrir mig vefsíðunni á tagget.com, þetta er ágætlega vel unnið verk en mér líður hálf kjánalega þegar ég er að fá skilaboð hér og þar frá fólki sem segist þekkja mig frá tagget og hafa talað við mig. Ásamt þessu varð einhver kvikmyndaframleiðandi heldur svekktur þegar hann komst að því að hann hefði verið í viðræðum í einhvern tíma við einhvern sem þykist vera ég Woundering Ég veit að þú sem ert að þessu skoðar bloggið mitt eflaust daglega svo vinsamlegast gefði þig fram við mig sem fyrst.

Sló sölumet

path 3346Mér tókst að slá öll met í sölu á MAX blaðinu frá byrjun í Búlgaríu, ég fékk þær skemmtilegu fréttir í gær frá media fyrirtækinu. Smile  Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir mig því nú hækkar verðið á mér töluvert fyrir næstu tökur sem ég er búin að plana fyrir næsta ár. "Skál fyrir því" Wink

Númer eitt - Íslenski sjarmurinn klikkar ekki ;)

Slava magNýjasta nýtt: Fjölmiðlar hafa undanfarið gefið mér titilinn vinsælasta kona Búlgaríu og í kjölfarið hlaut ég svo titilinn "fallegasta" kona Búlgaríu í Top 20 listanum og stökk þar yfir allar frægu leikonurnar, söngkonurnar og módelin - ekki lítið afrek þar og má ég til með að minna ykkur á kæra fjölskylda að það búa um 8 milljónir hérna ekki 300 þús Wink Konurnar hérna eru mjög myndalegar og margar þekktar víðar. slava2*mont* Joyful

 

W00t

(Aldrei mundu íslendingar velja einhvern útlending!)


Myndir úr MAX

v IMG 9986IMG 9681IMG 9688IMG 9853IMG 9568

Gjörið þið svo vel! ég setti svo fleiri í möppu í myndasafninu mínu Joyful


Íbúð til leigu!!!

Frábær íbúð til leigu frá og með desember. Hún er á góðum stað í Álfkonuhvarfi í Vatnsenda með sérinngang á jarðhæð. Leikskóli í næsta húsi, skóli nálgægt, bónus og fl verslanir. Gott fyrir fjölskyldufólk sem vill vera smá út úr borginni en samt stutt að keyra allt. Nýleg með nýjum innréttingum.

2 svefnherbergi, forstofa, stofa með útgang i garð, eldhús+krókur, þottaherb og stæði bílskýli.

Verð um 130 þús með húsjóð, rafmagni og hita.


Svör vikunnar ;)

MónitorÞað sem ég er mest forvitin um er hvaða líkamsrækt þú stundar. Ég er einmitt á sama aldri og þú með tvö börn og mundi alveg vilja hafa svona fallegan líkama:) - Hulda

Hæ Hulda, vanalega fer ég í lyftingarsalinn í c.a klst og stunda kröftugar æfingar fyrir efri og neðri líkama (2-3 sinnum 14-16 reps)og reyni að taka vel á öllum vöðvum líkamans. Fyrir það hita ég upp í 15 mín með því að ganga hratt á bretti, eftir æfinguna fer ég svo í c.a 35-40 mín brennslu á bretti, þrekstiga eða því tæki sem mig langar til að vera á. Þetta geri ég c.a 3 í viku og svo ef ég nenni þá bæti ég við 1-2 dögum þar sem ég fer bara í brennslu í um 40 mín. En þess má geta að ég er yfirleitt með smá utan á mér "curvy" og er engin horrengla en ég reyni að halda líkamanum á mér vel mótuðum. Ég er um 170 cm og flakka frá 58-60 kg og með góðan vöðvamassa sem skiptir öllu!

Sæl Ásdís mig langaði til þess að forvitnast og spyrja ef það er í lagi.. hvernig heldurðu þér í formi,ertu að taka inn einhver fæðubóta efni, hefurðu prófað herbelife og veistu um einhverjar hraðvirkar grenningar vörur. Vona að það sé í lagi að spyrja þig að þessu, lítur vel út vinan. Væri ekki á móti því að vera jafn glæsileg. - Ólöf Rut

Hæ Ólöf ég er búin að svara hluta af spurningunni þinni hérna að ofan, varðandi fæðubótarefnin þá fæ ég mér stundum prótein-shake í staðinn fyrir máltíð (www.vaxtarvorur.is) en uppistaða fæðunnar sem ég borða er kjúklingur, lax, túnfiskur, grænmeti, hrísgrjón eða salat og passa að borða sem minnst af fitu - en auðvitað missi ég mig stundum í eitthvað sukk! ef það gerist þá refsa ég sjálfri mér í 1-2 daga á eftir í hörðu aðhaldi. Ég mæli ekki með herbelife frekar öðrum prótein drykkjum sem eru þykkari og meiri í sér, ég mæli með nýju JenFe megrunarplástrunum og set inn betri upplýsingar um þá fljótlega. Hraðvirkar grenningaraðferðir sem ég nota:

Hér eru einfaldir megrunarkúrar sem eru notaðir fyrir sérstök tilefni það er gott að taka 2 daga til viku í hörðu aðhaldi ef þú vilt líta sérstaklega vel út. ath skal að þetta er ekki framtíðarlausn heldur tímabundin, hér eru nokkur dæmi:

48 klst Hollywood kúrinn er djúskúr sem var seldur á íslandi fyrir um 2 árum, kúrinn gengur útá að drekka eingöngu sérstakan djússafa blandaðan í vatn í 48 klst eða tvo sólarhringa. Kúrinn er snilldar ”skyndi” megrunarlausn og hreinsun fyrir líkamann, hægt er að ná af sér 2-4 kílóum og allur bjúgur hverfur. Margar konur hafa notað þennan kúr einnig til að ná af sér aukakílóum eftir meðgöngu þá á nokkra vikna fresti í x tímabil. Hægt er að panta kúrinn á netinu Wholesale Supplement Store.com.

Smoothie ávaxtakúr: Þennan þarftu að taka í a.m.k viku og hann gengur úta það að sleppa út c.a 2 máltíðum á dag og drekka hreinan næringarríkan smoothie í staðinn fyrir heila máltíð og að sjálfsögðu verður líka að drekka mikið vatn og sleppa óhollustu á meðan á kúrnum stendur.

EGM kúrinn: 3 dagar til vika sem þú lifir eingöngu á eplum, gulrótum, gúrkum og möndlum. Þú skerð grænmetið niður í bita og hefur tilbúið blandað í skál og nartar í á c.a 2 kls fresti, þú mátt borða ótakmarkaða skammta af öllu nema möndlunum c.a 15 í hvert skipti. Allir kúrarnir krefjast mikils sjálfsaga!

Ég nota líka brennslutöflur á morgnana og fyrir æfingar.

Good luck Wink

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband