13.12.2008 | 00:08
Logi í beinni
Jæja þá er það búið!
tókst stórslysalaust held ég bara, þetta var allt voða þægilegt og voða næs fólk sem stendur að þættinum.
Mig langaði samt að koma að þakklæti til Landsliðsins fyrir blómvöndinn sem ég fékk sendan í útsendinguna, því miður þá gleymdist að gefa mér hann í beinni í öllu stressinu Logi var mjög svekktur en ég fékk verðlaunin í hendurnar strax eftir að ég gekk af sviðinu og læt kynningu Landsliðsins koma hér á eftir:
Landsliðið - félag sem styður við faglega umræðu markaðsmála útnefnir Ásdísi Rán Markaðsmann ársins 2008. Ásdís Rán hefur á stuttum tíma haslað sér völl á erlendri grundu með dugnaði, eljusemi og markaðslegri kænsku. Vill félagið hvetja aðrar konur til að tileinka sér þessa mannkosti Ásdísar. Sem þakklætisvott er henni sendur blómvöndur og bestu þakkir frá Íslensku þjóðinni ;)
TAKK KÆRLEGA FYRIR - ég er svakalega stolt með þessa útnefningu!
Btw: Skjöldur lagaði á mér hárið eins og vanalega fyrir þáttinn!
*Jólakveðja*
Lífstíll | Breytt 17.12.2008 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.12.2008 | 20:01
SLÁUM SKJALDBORG UM HEIMILIN
Ég fann hérna sniðugan undirskriftarlista sem ég mæli með að fólk skrái sig á www.heimilin.is Til:Ríkisstjórnar Íslands
Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld að hrinda nú þegar í framkvæmd öflugum mótvægisaðgerðum vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir. Við beinum sjónum okkar sérstaklega að húsnæðislánum landsmanna og sjáum ekki aðra leið færa en frekari aðkomu stjórnvalda. Fjölmargir hafa nú þegar stigið fram fyrir skjöldu og lagt fram ýmsar tillögur að aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til vegna þessa mála. Sem dæmi má nefna að fella niður skuldir og að afnema eða frysta verðtryggingu. Eins hafa fleiri en ein útgáfa af tillögum um endurfjármögnun lána eða skuldbreytingu þeirra litið dagsins ljós. Skorist stjórnvöld undan íhugum við að hætta að greiða af húsnæðislánum okkar frá og með 1. febrúar 2009. |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2008 | 16:50
Jólaboð næstu helgi
Við hjónin verðum með lítið jólaboð fyrir fjölskyldu og vini á Cafe Oliver næsta laugardag, við höfum frekar takmarkaðan tíma hér á landi þannig að við ákváðum að reyna að hitta sem flesta á einu kvöldi Ég vildi bara setja þetta boð hér því það eru engin sérstök boðskort í gangi og ef þú tilheyrir okkar vinahóp þá ertu velkominn og mátt hafa samband á asdis@model.is..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 21:55
Schedule for Iceland
Fyrir ykkur blaðasnápana þá er ég búin að bóka mig í viðtal hjá Fréttablaðinu og Loga á stöð2 stuttu eftir að ég kem á klakann í næstu viku og ég efast um að ég taki að mér nein önnur viðtöl í mínu stutta stoppi nema það sé eitthvað mjög áhugavert. Ég óska ykkur bara góðra Jóla og ánægjuríks komandi árs!
og vonandi að þessi blessaða verðbólga fari nú að lagast!
//Big kiss
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2008 | 08:38
Íbúð til sölu í Vatnsenda
Mín ástkæra íbúð er til sölu! fullkomin fyrir par með 1 barn og yndislegt hverfi!
Ég er buin að lækka hana langt undir verð því ég þarf að losna við hana strax svo þið eruð ekki að tapa á þessari. Hún er venjulega dýrari en aðrar á þessu svæði því hún er fyrir utan stigaganginn með sérinngang og garð þannig að maður finnur ekki fyrir því að vera í fjölbýli!
Jólagafabréf frá Icelandair fylgir með x2 ef hún selst fyrir jól!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
30.11.2008 | 12:01
Þar sem mafían á landið
Ég tók þessa frétt af Mbl í dag hún er frekar athyglisverð og ég get alveg staðfest að hún er rétt...
Spilling er landlæg í Búlgaríu og nú er svo komið að Evrópusambandið hefur ákveðið að svipta Búlgara 220 milljóna evra aðstoð sem þeim var ætluð. Það hefur ekki gerst áður að Evrópusambandsríki hafi verið lýst of spillt til þess að treysta mætti því að aðstoð yrði notuð svikalaust. Telja ráðamenn í Evrópusambandinu að ærin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að búlgörsk stjórnvöld geti ekki komið í veg fyrir að skipulögð glæpasamtök sópi fénu til sín.
Framlög til Búlgaríu að andvirði 486 milljóna evra voru fryst í júlí og svo gæti farið að Búlgarar verði af hærri upphæðum en 220 milljónunum, sem tilkynnt var að þeir fengju ekki á þriðjudag. Gefnar hafa verið vonir um allt að 11 milljarða evra frá ESB til uppbyggingar í Búlgaríu.
Búlgaría er sagt spilltasta land í Evrópu. Náin tengsl eru milli glæpaforingja og stjórnmálaforingja. Glæpasamtökin hagnast á smygli og svartamarkaðsbraski og eru með puttana í opinberum framkvæmdum og hvers kyns framleiðslu. Þeir sem ekki spila með eru í bráðri hættu. Samkvæmt bókhaldi bandaríska sendiráðsins í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, eru fórnarlömb leigumorðingja komin yfir 125 og voru þar ekki talin með fimm morð, sem framin hafa verið á þessu ári.
Um þessar mundir er í tísku að vera á móti spillingu í Búlgaríu og boðaðar hafa verið umfangsmiklar aðgerðir, en eins og Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál hjá Evrópusambandinu, sagði fer lítið fyrir þeim aðgerðum í raun.
Ástandið í Búlgaríu á sér rætur í fortíðinni. Smygl er okkar þjóðararfur, segir stjórnmálafræðingurinn Ivan Krastev í bókinni McMafia eftir Misha Glenny. Okkar slóðir hafa alltaf verið milli stórra hugmyndakerfa, á milli rétttrúnaðar og rómversk-katólsku, á milli íslams og kristni, á milli kapítalisma og kommúnisma. Á milli stórvelda sem voru gagnsýrð af andúð og tortryggni hver í garð annarra, en voru um leið heimkynni margra sem vildu stunda viðskipti yfir hin forboðnu landamæri. Á Balkanskaganum kunnum við að láta þessi landamæri hverfa. Við getum farið yfir mesta ólgusjóinn og klifið erfiðasta fjallið. Við þekkjum hverja leynislóð og dugi það ekki vitum við verðið á hverjum landamæraverði.
Þegar búlgarski kommúnistaflokkurinn lét undan þrýstingi Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga um að leyfa stofnun hlutafélaga voru félagar í búlgörsku leyniþjónustunni, DS, ekki lengi að taka við sér. Þeir stofnuðu 90% þeirra hlutafélaga, sem voru sett á laggirnar fyrsta árið eftir að lögin voru sett. Þegar kommúnistastjórnin hrundi 1989 misstu margir starfsmenn DS vinnuna, en þeir voru ekki af baki dottnir. Þeir höfðu stundað skipulagða glæpastarfsemi á vegum ríkisins. Nú urðu þeir einkavæddir.
Önnur lönd eiga sér mafíu, segir Atanas Atanasov, þingmaður og fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna í Búlgaríu, sem margir hafa leitað til, sem vilja leka upplýsingum um spillingu. Í Búlgaríu á mafían landið.
Komið hafa fram gögn um að forkólfar skipulagðra glæpasamtaka séu í tygjum við Sergey Stanishev forsætisráðherra og hafi láti fé af hendi rakna til Sósíalistaflokks hans.
Stanishev er fyrrverandi blaðamaður og gekk í London School of Economics. George W. Bush Bandaríkjaforseti hrósaði honum í fyrra fyrir baráttu hans gegn skipulagðri glæpastarfsemi og gaf honum viðurnefnið herra hreinn. Það var áður en fram komu myndir frá árinu 2005 af fundi Stanishevs með Mario Nikolov, sem dreginn hefur verið fyrir rétt fyrir svik. Nokkrum vikum eftir fundinn byrjuðu framlögin að streyma til flokks Stanishevs.
Við erum nokkuð save hérna þar sem þessi glæpastarfsemi á öll fótboltafélögin
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.11.2008 | 09:57
smá webcam flipp ;)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 13:54
Hér kemur svo myndaþátturinn sem birtist í OK Magazine
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2008 | 11:22
Úti á lífinu í Bg
Ég og Elena vinkona mín skelltum okkur út að borða um síðustu helgi og það bættist svo aðeins í hópinn, hér má sjá dæmi um Búlgarskar dömur. Elena (23) er "footballerswife" líka og við förum yfirleitt saman á leiki og þannig viðburði.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2008 | 13:57
Litlu Gullin mín
Hérna eru litlu gullin mín Hektor og Victoría það vantar að vísu þann elsta Róbert en mér fannst þetta svo krúttleg mynd að ég ákvað að deila henni með ykkur
Annað mál hér er frekar skondin saga frá mömmu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
-
laugatun
-
malacai
-
annapanna77
-
arijosepsson
-
arnarholm
-
laufabraud
-
arndisthor
-
sjalfbodaaron
-
audureva
-
axelaxelsson
-
ran
-
ofurbaldur
-
bergruniris
-
kaffi
-
storyteller
-
birnast
-
bjarney
-
holar
-
gattin
-
binnag
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
jari
-
saxi
-
esv
-
ellasprella
-
umhetjuna
-
esterh
-
evaa
-
evahrund
-
skotta1980
-
icewoman
-
glamor
-
eyrun
-
fridrikomar
-
fjarki
-
saltogpipar
-
killjoker
-
gtg
-
lucas
-
kerchner
-
bofs
-
zeriaph
-
gunnarpalsson
-
gthg
-
coke
-
gotusmidjan
-
hallarut
-
skodun
-
holi
-
handtoskuserian
-
veravakandi
-
heidathord
-
helgabst
-
helgadora
-
helgagudfinns
-
helgangunn
-
skjolid
-
helgikr
-
krakkarnir
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
kolgrimur
-
hvitiriddarinn
-
daliaa
-
tru
-
little-miss-silly
-
jakobk
-
jevbmaack
-
jensgud
-
joimotor
-
jona-maria
-
kuriguri
-
jbv
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
skjalfandi
-
kiza
-
photo
-
krutti
-
engilstina
-
minkurinn
-
lenaosk
-
liljaingibjargar
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
gummiarnar
-
mal214
-
methusalem
-
myr
-
okurland
-
ottoe
-
huldumenn
-
dj-storhofdi
-
ljosmyndarinn
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
rebekka
-
reynzi
-
lovelikeblood
-
fjola
-
siggileelewis
-
totally
-
sigrunsigur
-
joklamus
-
nr123minskodun
-
hvala
-
sp
-
stebbifr
-
steinar40
-
must
-
eyjann
-
svanurkari
-
swaage
-
isspiss
-
linduspjall
-
ace
-
tinnabessa
-
trish
-
valsarinn
-
vefritid
-
villialli
-
audurvaldis
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar