Litla vikingasveitin mín ;)

desember 086desember 088

desember 161

Robbi minn og Hrefna sis. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru nokkrar sem ég tók um jólin Hektor (3) & Victoría (20mán) svo sá elsti Róbert 11 ára ásamt Hrefnu sistir.

Í tilefni að nýju ári gef ég ykkur þessa línu:

"The tragedy of life is not that it ends so soon, but that we wait so long to begin it..."

Ég er 29 ára, 3 barna móðir, búin að gera flest allt sem mig langar til að gera, reyni að gera hvern og einn dag ánægjulegan fyrir mig og famelíuna, reyni að hugsa vel um heilsuna og sjálfan mig, er yfirleitt bara jákvæð og hef gaman af lífinu, hef ferðast og upplifað drauma mína frá unga aldri og tekist flest öll þau markmið sem ég hef sett mér! Þannig að ég er þokkalega sátt með mitt hingað sem komið er. Það er alltaf gott að gera smá sjálfskoðun í byrjun árs Wink

En rosalega var samt erfitt að byrja að æfa aftur eftir þetta mánaðarfrí!Pouty  Nú er það bara átak dauðans og ræktin 5 sinnum í viku.

En fyrir þá sem eru að byrja í ræktinni þá er bróðir minn með verslun sem heitir Vaxtarvörur beint á móti Bónus í Hafnarfirði og hann er að selja upp lager af íþróttafötum á 1000kall stykkið! Toppar, bolir, buxur og fleira endilega ath það. www.vaxtarvorur.is


Meðmæli Dísu skvísu

Ég bara verð að segja ykkur frá því að ég rakst á þessa geggjuðu tösku hjá vinkonu minni og varð auðvitað að fá svona líka! Hún er alveg einstök þessi og skemmtileg hönnun, ekki stór en alveg þess virði að troða því sem hægt er að troða í hana og fara með hana út í göngu. Wink  ég fékk hana á www.uma.is (hún er úr ullarefni m/leðri og gulu fóðri) uma.is

uma.is

 

 

 

 

 

 

augnhárMig langar að mæla með gerfi-augnhárunum frá Nyx þau eru mega flott og hægt að fá hjá t.d Airbrush Gallery í Hafnarfirði. Þar fer ég líka í tan-sprey og makeup fyrir myndatökur eða sérstaka viðburði - það er hún Sólveig sem sér um það og fyrir þá sem vilja ganga lengra þá er hún líka með sniðug airbrush makeup námskeið. (Ég persónulega fíla airbrush makeup betur en hitt)

 

 

Hér koma fleiri vörur sem ég verslaði mér og er mjög ánægð með:

Consealer penna frá Kanebo/Sensai, Nýtt Ilmvatn frá Guess, Púðurmeik frá Chanel, blautt meik frá Nyx og Kanebo/Sensai.

(ath. ég er ekki að gera neina auglýsinga-díla heldur bara að mæla með vörum eða þjónustu sem ég er ánægð með og nota)

Heart//Big kiss


Eldhugar ársins

EldhugiJæja þá er maður sestur að í Búlgaríu aftur eftir mánaðar dvöl á klakanum, það er ekkert grín að ferðast hérna á milli með 2 lítil kríli, ég flaug til Danmörk-Búdapest og svo Búlgaríu - þessi fjarlægð gerir mér frekar erfitt fyrir með að kíkja heim af og til eins og ég gerði iðulega þegar ég bjó í Svíþjóð en 2-3 heimsóknir á ári verða víst að duga hér eftir GetLost En svona er þetta bara...

Ég fór í skemmtilega myndatöku daginn áður en ég fór og hlakkar mikið til að sjá hvernig hún kemur út í næsta tölublaði af Nýju Lífi, ég var svo heppin að vera  kosin ein af Eldhugum ársins þar Joyful Þetta verður flott sexy tískumynd tekinn af Veru ljósmyndara þar sem ég skarta einungis naríum og loðfeld en myndin er mjög settlegt og töff! verst ég má ekki sýna hana strax hér en blaðið ætti að koma út á næstu dögum.

Ég vil bara þakka Nýju Lífi kærlega fyrir tilnefninguna! Kissing


Aupair/húshjálp óskast til Búlgaríu asap

Það var að losna hjá okkur frá og með byrjun janúar, viðkomandi þarf helst að vera 20 ára eða eldri og kunna almenn húsverk og eldamennsku. Börnin eru 20 mánaða og 3 ára. Laun 100 evrur á viku + húsnæði og fæði. Hægt er að senda upplýsingar til okkar á asdis@model.is  (ath aupair greiðir alltaf flugið sjálf.)

Gleðilegt ár!!


Jólamet

Mikið var þetta nú góður jólamatur! mmmmmmmm... Ég er eflaust komin með plús 3 kíló síðan ég kom eftir öll þessi fjölskylduboð GetLost mikil vinna framundan í gymmin eins og hjá flestum...

En ég held ég hafi slegið met í vikuinnliti á Mbl 28.390 og 181.765 flettingar, geri aðrir bloggarar betur! Ég er náttúrulega með sérstaklega aðlaðandi varir og vil þakka þeim aðsóknina Wink hehehe...

Nú ætla ég að taka mér blogg-frí í einhvern tíma og ætla að skella mér á Egilsstaði í slökun í nokkra daga!

 //Hugz Heart

 

 


Gleðileg jól!

Mo, Björn B og Elísabet

Vona að allir eigi yndisleg Jól og áramót þrátt fyrir erfiða tíma!Ég er á leið til múttu þar sem ég ætla að eyða kvöldinu með fjölskyldunni svo er planið að skella sér á Egilsstaði til pabba 26 des - btw. hef ekki farið þangað í nokkur ár! En mikið verður nú gaman að sjá sveitina aftur.. hehe

MERRY Christmas! Halo

//Jólakoss Kissing


Uppskrift af þokkafullum vörum ;)

naturalMér hefur svo sannarlega tekist að hrista upp í þjóðinni í heimsókn minni og það sem brennur nú á vörum flestra á klakanum eru VARIRNAR á mér Kissing En þó að kannski fáir vilja trúa þá hafa þær ekkert breyst frá öllum þessum myndum sem ég hef verið að setja inn síðustu mánuði en hins vegar ýkti ég varirnar á mér svakalega í Loga í beinni bara svona að gamni Wink ég gerði mér ekki grein fyrir því að það mundi takast svona svakalega vel FootinMouth Ég setti hér inn natural mynd af mér sem ég tók rétt í þessu og hægt er að sjá að þær eru ekkert sérstaklega athyglisverðar svona makeup lausar.

Uppskriftin:

Ég nota KissKiss Liplifter frá Guerlain og set hann vel útfyrir varirnar svo hækka ég varalínuna út fyrir varirnar, liplifterinn gerir það mjög raunverulegt, eftir það nota ég svo 2-3 bleika tóna og ljósan rétt í miðjuna til að blása þær betur út. Það eru ótrúlegustu trikk sem maður getur gert bara með réttu makeup vörunum og ef maður kann að nota þær.

 

HeartJólakveðja!


Helgar-viðtal Fréttablaðsins

Hér er linkur á viðtalið eins og það var sett upp á laugardaginn síðasta. Þetta eru 2 bls en það kemur þarna auglýsing á milli.

*Viðtalið*


X-ið 977

IMG 9853Minn ástkæri stuðningshópur á X-inu þið eruð svo frábærlega yndislegir elskurnar mínar Kissing Þeir hafa staðið við bakið á mér þessar elskur í gegnum súrt og sætt þannig að ég ákvað að verða að ósk þeirra og renna við hjá þeim á morgun með nokkur árituð exclusive eintök af MAX sem þeir hyggjast svo á að gefa í beinni, þannig að þið sem hafið áhuga á að negla eintak ættuð að fylgjast vel með X-inu. Þetta er náttúrulega einstakt tækifæri þar sem það er engin leið að fá þetta blað aftur í lífinu! Wink og jafnvel hægt að selja á Ebay í framtíðinni LoL

 


Jólaboðið

JólaboðÞað varð einhver smá misskilningur með þetta blessaða litla boð mitt því að þetta var eitthvað blásið upp í fréttunum svo mig langar að koma því á framfæri hérna til þeirra sem gætu verið að huga "af hverju var mér ekki boðið?" En málið er að þetta var bara lítið jólaboð sem ég bauð nokkrum vinkonum í og Garðar nokkrum vinum kannski samtals 15-20 manns bara nánustu vinir og ættingjar sem við höfum ekki séð lengi og þetta átti ekkert að vera neitt stærra en það. En þetta heppnaðist ágætlega og ég set inn myndir fljótlega!

Það var einhver sem tók jakkann minn í misgripum á Cafe Oliver á laugardaginn! Endilega skilaðu honum aftur takk - þetta var svartur síður Diesel jakki sem mér þykir vænt um sá sami og ég var í á stórumyndinni í fréttablaðinu á laugard síðasta..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2044927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband