Back home...

064billboardÞá er maður kominn í sólina í Búlgaríu! ekki slæmt Tounge Það fyrsta sem blasti við mér fyrir utan flugvöllinn var risa billboard skilti með mynd af mér á - ekki slæm mótaka þar Wink hehe.. Þegar ég kom heim var svo heil kakkalakka fjölskylda sem bauð mig velkomna í eldhúsinu!

Einhvern veginn er það alltaf þannig að maður nær ekki að gera helminginn af því sem maður vill gera í þessum stuttu stoppum á klakanum, ég því miður náði ekki að hitta alla fjölskyldu meðlimi og vini sem mér finnst frekar súrt! en svona er þetta víst bara Frown

Hins vegar náði ég að styrkja íslenska fjölmiðla töluvert í kreppunni og þar með talið ákvað ég að taka smá reunion með Birni Blöndal ljósmyndara! Tók boðinu hans og sitja fyrir á þessu týpísku léttklæddu bombu Blöndal myndum aftur eftir um margra ára hlé (svona í djóki bara) sjáið það í næsta Séð og Heyrt! btw þá er ekkert annað blað lengur í boði á ísl fyrir skvísu myndir Shocking ?? það verður gaman að sjá hvaða fyrirsögn þeim dettur í hug í þetta skiptið.. Ég spjallaði einnig við fréttablaðið, DV og skrapp í heimsókn til Sveppa og Audda á stöð 2 svo eitthvað sé nefnt..

En það er annað sem ég náði líka og það var að skella mér í myndatöku til hans Arnolds ljósmyndara og tókst þar að gera mitt besta verk hingað til! OMG myndirnar eru sjúklega flottar. Þessar myndir verða seldar dýru verði hérna í Búlgaríu og tekst mér þar á meðal að koma íslensku fagfólki sem átti þátt í tökunni á framfæri líka. Ég má því miður ekki sýna þær núna en þær verða eflaust komnar á einhverja forsíðu innan skamms þá skelli ég þeim hérna inn Wink 

Ég er frekar svekkt yfir að missa af þessu Ásdísar Ránar partýi í kvöld, stelpurnar ætluðu með ljósu kollurnar niður í bæ að mála bæinn rauðann W00t það verður eflaust athyglisvert að sjá fyrir þá sem eru á skrallinu. Hmmmmmmmm...

En ég kveð í bili og ætla að koma mér í háttinn Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mikið öfunda ég þig af sólinni í Búlgaríu, og að vera í öðru (hvað á ég að segja)  samfélagi en á Íslandi, ekki að það sé slæmt heldur er ég frekar að hugsa um móralinn hér og allt sem fylgir kreppunni, gangi þér allt í haginn og haltu áfram að vera falleg

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Ari Jósepsson

Já góða nótt :)

Ari Jósepsson, 10.5.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 2043018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 166
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband