Munich næsti áfangastaður..

Gardar

 Nýtt ævintýri hjá ze Bergmannz.. Smile

Það lítur allt út fyrir að Garðar skrifi næst undir hjá Unterhaching í Þýskalandi og munum við hjónin þá eyða næstu 2 árum með ze Germanz... Tounge

Hann mun yfirgefa Búlgaríu í næstu viku en ég verð hérna væntanlega fram í enda ágúst útaf vinnu. Mér líst ágætlega á þetta allt saman enda Munich flott borg sem er eflaust ekki slæmt að búa í og gott fyrir krakkana.

Við erum svo heppin að hafa kynnst ólíkum borgum síðustu árin: Reykjavik - Edinburgh - Norrköping - Sofia - Linz og næst Munich svo þetta verður bara ánægjulegt ævintýri í safnið. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Borgin sem þú kallar Munich upp á ensku heitir og hefur alltaf heitið München.

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.7.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Ásdís Rán

Hún heitir nú líka Munich ég er vanari því nafni, svo þú ættir að tékka aðeins betur í bækurnar.....

Ásdís Rán , 8.7.2010 kl. 14:05

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hmm -- hvaða bækur eigum við Vilhjálmur að skoða? Við erum sjálfsagt báðir vanari því að nota nöfn innfæddra á staði viðkomandi landa heldur en ensku nöfnin. Köllum München sínu nafni og Torino á Ítalíu köllum við Torino en ekki Turin, svo dæmi sé tekið. Sama á við um Ísland sem við köllum Ísland þó í einhverjum bókum standi Iceland. Góða ferð til München Ásdís Rán, og þar hygg ég þú verðir að semja þig að siðum innfæddra í þessu efni.

Sigurður Hreiðar, 8.7.2010 kl. 16:43

4 Smámynd: Ásdís Rán

já takk, ætli það ekki en ég er að vinna með fyrirtæki í Munich og þar á bæ tala allir bara um Munich en eflaust er þetta líka bara persónubundið eða smekksatriði frekar en rétt eða rangt..

Ásdís Rán , 8.7.2010 kl. 18:35

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvaða mál tala menn þar á bæ við þig? Ensku eða þýsku? Ef hið fyrrnefnda er upp á tengingnum er eðlilegt að þeir tali um Munich. Ég myndi líka nota Iceland í samtali við þig á ensku. Rétt eða rangt?

Sigurður Hreiðar, 9.7.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2044665

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband