24.3.2009 | 20:02
Ísland í dag!
Hvernig fannst ykkur Nærmyndin??? var þetta ekki bara svoldið krassandi g skemmtilegt! Mér fannst svo gaman að sjá allar þessar myndir á einum stað og náttúrulega heyra þetta fallega umtal frá nánustu þó að einhver partur úr minni æsku hafi aðeins farið fyrir brjóstið á þeim viðkvæmustu þannig er ég bara..
Fyrir þá sem misstu af þættinum þá er hægt að sjá hann hér!
Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
- laugatun
- malacai
- annapanna77
- arijosepsson
- arnarholm
- laufabraud
- arndisthor
- sjalfbodaaron
- audureva
- axelaxelsson
- ran
- ofurbaldur
- bergruniris
- kaffi
- storyteller
- birnast
- bjarney
- holar
- gattin
- binnag
- skordalsbrynja
- brandarar
- jari
- saxi
- esv
- ellasprella
- umhetjuna
- esterh
- evaa
- evahrund
- skotta1980
- icewoman
- glamor
- eyrun
- fridrikomar
- fjarki
- saltogpipar
- killjoker
- gtg
- lucas
- kerchner
- bofs
- zeriaph
- gunnarpalsson
- gthg
- coke
- gotusmidjan
- hallarut
- skodun
- holi
- handtoskuserian
- veravakandi
- heidathord
- helgabst
- helgadora
- helgagudfinns
- helgangunn
- skjolid
- helgikr
- krakkarnir
- himmalingur
- hjorturgud
- kolgrimur
- hvitiriddarinn
- daliaa
- tru
- little-miss-silly
- jakobk
- jevbmaack
- jensgud
- joimotor
- jona-maria
- kuriguri
- jbv
- prakkarinn
- nonniblogg
- skjalfandi
- kiza
- photo
- krutti
- engilstina
- minkurinn
- lenaosk
- liljaingibjargar
- lindalinnet
- birtabeib
- gummiarnar
- mal214
- methusalem
- myr
- okurland
- ottoe
- huldumenn
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- rebekka
- reynzi
- lovelikeblood
- fjola
- siggileelewis
- totally
- sigrunsigur
- joklamus
- nr123minskodun
- hvala
- sp
- stebbifr
- steinar40
- must
- eyjann
- svanurkari
- swaage
- isspiss
- linduspjall
- ace
- tinnabessa
- trish
- valsarinn
- vefritid
- villialli
- audurvaldis
- thorolfursfinnsson
- motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 2044328
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst gaman að sjá þennan þátt þar sem rætt var við fjölskyldu og vinkonur. Fannst mamma þín samt ekki koma neitt sérstaklega vel út eða öllu heldur það sem hún var að segja. En mér finnst þú vera að gera góða hluti og vonandi að upplifa þína drauma ;) Langar samt að vita hvort þú sért enn að vinna í að opna Karen Millen þarna úti - uppáhalds búðin mín!
Gangi þér annars bara rosalega vel.
Berglind (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:20
já ég held þeir hafi nú bara klippt mömmu svona inn til að gera þetta svoldið krassandi! þeir tóku miklu lengra viðtal við hana og eru að sýna þá parta sem þeir draga upp úr henni galla og þannig.. Hún meinti ekkert slæmt með þessi þessi elska
Ásdís Rán , 24.3.2009 kl. 20:31
Mér fannst þu ekki koma allt of vel út :S sorry bara hreinskilinn, fylleríissögur og eitthvað með að þú ert ekki góð fyrirmynd og það sem Ósk Norðfjörð talaði um að konur væru ábbygilega hræddar um mennina sína þess vegna væru þær afbrýðissamar.
þú verður að gera þér grein fyrir því að þú hefur áhrif á margar ungar stúlkur og þær eiga mjög auðvelt með að túlka það sem þu segir og aðrir um þig á vitlausan hátt, margar ungar stúlkur líta upp til þín, þessi klámkynslóð og útlitsdýrkun er farinn að verða mjög hættuleg, þvolmörk fólks eru kominn út fyrir öll mörk og það gerir sér engin grein fyrir því hversu alvarleg áhrif orð fólks sem er mikið í fjölmiðlum getur skaðað sjálfsálit ungra stúlkna.
ég vona að þu túlkir þetta eins og ég sé að reyna vera eitthvað dónaleg, þetta er bara mín skoðun :) annars ertu mjög myndaleg kona og þú átt fallega fjölskyldu, til lukku með það.
Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:35
kommon, ein fylleríssaga síðan ég var unglingur er það ekki bara eðlilegt og fyndið? maður getur nú ekki verið fullkominn og flekklaus! Hvað kemur klámkynslóð og útlitsdýrkun þessu við.. Ég er bara eðlileg manneskja eins og þið hin og á líf sem er ekkert fullkomið og ég vil heldur ekki gefa það í skyn. Þetta er bara ÉG og svona er ég og vona að ungu stúlkurnar taki frekar skilaboðin frá mér um að gefast ekki upp, vera sterkar og hafa eldmóð á hvaða sviði sem þær velja sér
Ásdís Rán , 24.3.2009 kl. 21:02
Hvaða, hvaða. Mér fannst þetta bara mjög skemmtilegt og fróðlegt yfirlit yfir þinn feril. Gaman að sjá allar þessar skemmtilegu myndir og mér finnst alltaf skemmtilegra þegar ættingjar eru ekki bara að romsa upp úr sér einhverju sykurhúðuðu bulli. Innilega til hamingju með titilinn og haltu áfram á sömu braut!
Helga (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:04
Flottur þáttur Ásdís ...
... keep on going ;)
Gísli Hjálmar , 24.3.2009 kl. 21:15
Mjög flott umfjöllun og mér fannst allir viðmælendur koma mjög vel fyrir.
kveðja, Tóta
Tóta (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:16
Held þú hafir bara komist þokkalega vel frá þessu, mér fannst fylleríssagan skemmtileg... held að allir eigi svona sögu, svo það sýnir manni líklega að þú ert bara manneskja eins og við hin, ég skil ekki þetta endalausa þvaður um "klámkynslóð" og "útlitsdýrkun" endalaust...fólk má ekki vera myndarlegt eða fallegt án þess að það sé sett í annanhvorn eða báða þesas flokka, mega hallærislegt
Segi eins og Helga bara, mér finnst alltaf mun skemmtilegra þegar vinir og ættingjar eru bara blátt áfram og eru ekki með einhverja endalausa væmni...
just keep on rockin'!
Signý, 24.3.2009 kl. 22:01
Mér fannst skrítið að mamma þín skyldi leggja áherslu á einhverja fylleríssögu af þér síðan þú varst ung... var ekki frá miklu meira að segja en það??? Og kannski ekki mjög skemmtilegt að heyra það frá mömmu sinni að maður sé ekki fyrirmynd ! Af hverju gat hún ekki fundið jákvæðan punkt? Þó svo að allir eigi einhverja fylleríssögu er það kannski ekki beint eitthvað sem maður myndi vilja að mamma manns minntist sérstaklega á í svona þætti, fannst þetta ekki vel gert. Mér fannst hún ekki beint vera að gera þér einhvern greiða.
A (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 22:24
Jákvæðan punkt? Veit ekki betur en að hún hafi sagt að Ásdís hafi verið framúrskarandi kúluvarpari, yndisleg dóttir, frábær móðir, fylgin sér, skarpgreind og fleira og fleira... Voðalega finnst mér mikið úr þessari einu sögu gert.
Svo verð ég nú að segja að mér finnst bara heiðarlegt af mömmunni að vilja ekkert fullyrða um hvort Ásdís sé góð fyrirmynd. Fegurðarbransinn er erfiður, óvæginn og afar umdeildur. Það hefði fyrst allt orðið vitlaust hefði hún haldið því fram að kona sem er á kafi í þeim bransa sé besta fyrirmynd sem ungar stúlkur gætu fengið.
H. (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:44
Það eina sem kom mér á óvart var að þú varst í sama grunnskóla og ég var í, Breiðholtsskóla. Annars fínn þáttur.
The Comic's man, 25.3.2009 kl. 00:31
ÉG horfði á þáttinn og mér fannst hann bara mjög fínn og lýsa Ásdísi mjöög vel :) Afhverju er verið að gera eikkvað út á það að mamma hennar hafi sagt frá einni fylleríssögu af henni átti móðir hennar frekar að ljúga og segja að hún væri gallalaus??? Jesús almáttugur ég er nokk viss um að það eru allir með galla og þar er Ásdís engin undantekning.. ÉG hef alla mína tíð kannast við Ásdísi þar sem við bjuggum í sama bæjarfélaginu og trúið mér hún er án efa sú besta sem ég þekki... Knús á þig Ásdís og haltu áfram á þessari braut...
Skottan (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 07:29
Flott hjá þér, haltu áfram á þessarri braut. Hver er ekki með svona unglingssögur á bak við sig??? hehehe en við vitum nú öll að viðtöl eru alltaf klippt til og þarna sást að það var allt krassandi tekið inn. Sæt stelpa Ásdís og bara gott hjá þér að vera opin og hrein og gera það sem þú vilt :)
Íris (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 08:28
Meiriháttar flottur þáttur hjá þér. Við vorum að ræða um það á verkstæðinu strákarnir, en við erum með myndir af þér á kaffistöfunni, hvort þú hafir farið í brjóstastækkun?
kv.
NN
NN (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:46
já það er ekkert leyndarmál, ég hef fengið mér fyllingar en ekkert nýlega heldur eftir að ég átti mitt elsta barn.. ég er að opna síðu á næstu dögum sem þið getið downlodað dagatölum til að hengja upp á vegg! það er meira cool.
Ásdís Rán , 25.3.2009 kl. 10:33
Þetta var mjög góður þáttur um þig mín kæra. Og þú ert yndisleg dóttir ,frábær ,falleg og skemmtileg, þótt þú hafir dottið í það einu sinni rækilega þá eru það smámunir,miða við allt sem þú ert búin að afreka á þessum stutta ferli þínum. Þótt ég hafi nú mynnst á þetta ævintýri þitt,þá sagði ég svo margt fallegt um þig líka, maður verður að vera heiðarlegur við viðmælanda þegar hann spyr um svo hluti,sem var bara til að gera þáttinn aðeins meira krassandi. þakka fyrir fallega orð í minn garð, þessi no.9 sem kallar sig A ætti kanski að horfa aftur á þáttinn..........
Eygló Sara , 25.3.2009 kl. 11:23
Mér fannst tetta rosa flottur og hreynskilinn táttur.. Og mér finnst ad tú ert nú bara nokkud gód fyrirmynd til ungra stelpna hvernig tú tekur ollum tessum neikvædu umfjollun um tig á mjog troskadan og gódann hátt. Tetta eru gód skilabod til "klámkynslóðarinnar" um hvernig á ad höndla svona neikvædari umfjollun um sjálfan sig(sem svo mörg okkar lenda í). Ég er líka vissum ef ad ein af barnalands kellingunum væri set svona stödugt "on the spot" eins og tú ert sett, myndu sú kona ekki höndla tad jafn vel og tú. Hef rosalega gaman af tví ad fylgjast med tér. Gangi vel med allt Ásdís :)
Lára lind (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:30
Hvað er fólk að röfla, mamma kom mjög vel út, hún var hreinskilin og þessi saga var bara fyndin, hefði verið frekar asnalegt ef hún hefði verið að fegra hlutina fyrir sjónvarpið, sagði marga fallega og góða hluti um hana systu, hættið þessum tepruskap.
Hrefna (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:31
Mamman og dóttirin þrælflottar báðar tvær greinilega einlæg gagnkvæm væntumþykja og virðing hér á ferð
Heiða Þórðar, 25.3.2009 kl. 12:40
Þetta er frábært viðtal og alveg greinilegt að samtal gangvart móðir var klippt og skorið vel til.
Ásdís má vel vera fyrirmynd okkra kvenna enda með eindæmum fegurð og klár og það sem skiptir máli er að hún veit hvert hún stefnir.
Ég sjálf er þriggja barna móðir og tel Ásdísi vera mikla fyrirmynd í mínum augum, að hafa þennan þokka sem hún hefur er eitthvað sem allar konur vilja. þar að auki að afreka það sem hún gerir samhliða þess hlutverki sem hún gegnir, móðir, eiginkona, vínkona og svo lengi mætti telja áfram þau hlutverk sem hún skipar.
Ég er alveg sammála því sem Ósk Norðfjörð segir er varðar "bollu nr ..." sem ritar undir skjóli nafns á barnalandi séu þær sem þrá að vera í hennar sporum og hafa heilindi, hugrekki til þess að sækjast eftir því sem hún þráir, en hins vegar skortir kjart og getu til þess að framkvæma slíka hluti.
Með öðrum orðum ÖFUND....
E.B.I.E (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:21
Ásdís Rán , 25.3.2009 kl. 13:29
Ég var búinn að minnast á það annarstaðar að mér fannst þú bara koma mjög vel út og þín fjölskylda/vinir.
En ég verð nú bara að fá að bæta við hérna, að ég skil ekki þessa gagnrýni á þessa sögu sem móðir þín sagði. Mér fannst þetta bara nokkuð skondið og gaman að heyra eitthvað svona krassandi og skemtilegt frá því þegar þú varst yngri.
Að horfa uppá fólk hér gagnrýna það ... er ekki alveg að skilja hvað þar er að baki....hjá þeim einstaklingum. Með fullri virðingu.
Með bestu kveðju
AcEr...
ThoR-E, 25.3.2009 kl. 16:24
Ég tók nú bara hreinlega ekkert eftir þessari fylleríssögu!!!! Sjónvarpið fraus reyndar nokkrum sinnum eins og þetta digital drasl gerir.Mér fannst það einmitt gefa þættinum vægi að heyra í mömmu þinni. Þetta var fín samantekt og þú komst mjög vel út. Gangi þér vel áfram, bestu kveðjur
Anna (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:52
Mér finnst þú bara æði og þetta var bara skemmtilegur þáttur :)
Kv Ari
Ari Jósepsson, 27.3.2009 kl. 08:27
Ég á 6 börn sem öll smökkuðu fyrst áfengi á þessum árum 14 til 16 ára. Ég sjálfur þegar ég var 16 ára og ældi út kirkjugarðinn við Suðurgötu í Reykjavík (Hólavallagarðurinn heitir það) og fékk hægt andlát á einu leiðinu þar. Það var nú ekki meira en svona 30 mínútna dauðdagi, því þetta var um hávetur, snjór yfir öllu og frost. Ég vaknaði skítkaldur og þurfti að mæta í inntökupróf inn í Verzló morguninn eftir kl. 09:00 í stærðfræði (ég náði prófinu!!!). .... Og hvað með það? Við þurfum öll að prófa að þreifa okkur áfram í reynslu á hinu og þessu, það gera það ekki aðrir fyrir okkur og við lærum ekki af reynslu annarra.
Þetta var virkilega flott umfjöllun um þig í "Íslandí dag" þættinum og ef þú átt eftir að líta eins fallega og glæsileg út og hún Eygló Sara þegar þú nærð hennar aldri, sem ég á von á að þú gerir (bæði aldur og útlit), þá mátt þú prísa þig sæla.
Þú ert glæsileg kona komin af glæsilegu fólki. Til hamingju með framann þinn, myndarlegann eiginmann, yndisleg börn og glæsilega mömmu sem stendur með þér og sem þú líkist mikið.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 28.3.2009 kl. 00:48
Mer fannst tessi tattur bara algjort aedi :) Gaman ad sja tatt um tig Asdis og fa ad kynnast ter betur. Svo eru svona taettir alltaf klipptir svo mikid til ad madur faer aldrei heildarmeininguna. Kvedja Helga Dýrfinna
Helga Dýrfinna (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:55
Björn bóndi! Þetta kann ég að meta, hver þarf ekki að prufa sig áfram og læra af eigin reynslu,góða sagan um drykkjuna þína og þú náðir prófi;) og auðvitað á hún glæsilega Mömmu;))lol Enda er Ásdís afburða skynsöm og klár stelpa..........
Eygló Sara , 30.3.2009 kl. 10:43
Hehe....ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég las sum kommentin hér.
Ég á nefnilega ljóshærða, bláeygða, æðisæta og klára stelpu sem gekk í Breiðholtsskóla!
Og ég á líka eina drykkjusögu af henni....en bara eina.
Hún hefur fengið það svigrúm sem hún þurfti til að fá að vera hún og í dag er hún 22ja, ákveðin, dugleg, klár, flott og töff stelpa og ég er ferlega stolt af henni.
Fannst mamma þín koma vel fyrir í viðtalinu....svona mamma sem virðir stelpuna sína og leyfir henni að fara sínar leiðir án þess þó að sleppa alveg af henni hendinni.
Gangi ykkur svo sem allra best áfram.
Addy (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.