World Class Búlgaria

011007014019024

Hér er smá myndasería úr WorldClass fitness og SPA, ég er semsagt andlit  stöðvarinnar hér í Búlgaríu og exclusive þjálfari. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri inn á milli anna daglega, ég hef alltaf verið mikið teng við líkamsrækt, keppt í fitness og kenndi hinar ýmsu tíma hér í denn og þar á meðal kickbox svo mér líður best þegar ég er hálf gróinn við einhverja líkamsræktarstöð sem mér líður vel í Smile mér finnst ekkert hræðilegra en þetta tímabil sem ég er búin að ganga í gegnum síðustu árin - vera ólétt í næstum ár, reyna að koma sér í form aftur í ár, verða svo ólétt aftur og koma sér í form aftur! Þetta er bara sjúklega erfitt!(sérstaklega þegar maður þyngist að meðaltali um 20 kilo á meðgöngu.)

En ég er hörð af mér og læt lítið stoppa mig þess vegna tekst mér þetta alltaf á endanum þó að ég sé með hæga brennslu og neyta mér sjaldnast um góðan mat eða gott vín Wink hehe.... Ég stefni nú á að koma öðrum mömmum í skvísuform ásamt fleirum og það verður jafnvel líka hægt að fá hjá mér fjarþjálfun í framtíðinni.Cool

P.s. ef það er einhver að furða sig á augnskugganum þá var ég að koma beint úr tökum þarna Wink

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert nú bara alveg æðislega falleg. Konan mín er auðvitað fallegri...úff gott að hún kann ekki að lesa íslensku. Ég á 6 börn og 4 þeirra með sömu konunni.

Var viðstaddur allar fæðingar minna barna og það steinleið yfir mig í þeirri fyrstu.

Mér veitti nú ekki af að koma mér í betra form. Ég óska þér og þínum manni innilega til hamingju með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni.

Ég veit ekkert um augnskugga eða neitt svoleiðis. Ekki ertu neitt skuggaleg á þessum myndum.

Konan mín vill ekki nota neitt svona enda þarf hún það ekki.

Óskar Arnórsson, 16.3.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Ásdís Rán

Hallóhalló engan misskilning hér! ég er ekkert ólétt! er búin með þann pakka sem betur fer  Takk samt Óskar minn. hehe

Ásdís Rán , 16.3.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Ari Jósepsson

Þú ert bara flott þarna :)

Kv Ari 

Ari Jósepsson, 16.3.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Ómar Ingi

 Very Nice

Ómar Ingi, 16.3.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Oh, sorry! 'eg er líka búin með "minn pakka" 6 bráðfallegar dætur! ;)

Óskar Arnórsson, 17.3.2009 kl. 02:04

6 identicon

Guð ég hef ekki eignast barn ennþá og hef alltaf átt í vandræðum með þessi blessuðu kíló, veit ekki hvernig það verður eftir barnsburð:( En þá má ég kannski bara hafa samband við þig og fá ráð?:/ Þú lítur náttúrulega stórkostlega út, og alveg sérstaklega vel eftir 3 meðgöngur:)

Guðrún G (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: The Comic's man

Veist þú Ásdís af hverju það gerist í hvert einasta sinn sem þú bloggar hér á mbl.is að það ratar beint á DV ? Er ekki bara komin tími til að þú sækir um vinnu á DV og fáir þinn sérdálk þar hehe.

The Comic's man, 17.3.2009 kl. 18:07

8 Smámynd: Ásdís Rán

DV, visi eða MBL meinaru  ég er í vinnu hjá þeim öllum.

Ásdís Rán , 18.3.2009 kl. 13:25

9 Smámynd: The Comic's man

Það hlaut að vera að þú værir með umboðsmann í vinnu hjá þér sem kemur öllum bloggum þínum á framfræri í fjölmiðlunum hehe. Ég sem hélt að þú værir með einhverja blaðamanna stalkera inná síðunni þinni.

The Comic's man, 18.3.2009 kl. 20:51

10 Smámynd: Ásdís Rán

neinei, ég var nú bara að grínast! er ekkert að vinna hjá þeim þó það mætti halda .. þetta eru allt blaðamenn sem sitja um bloggið mitt 

Ásdís Rán , 18.3.2009 kl. 21:17

11 Smámynd: The Comic's man

Já svona er þetta með frægu Íslendingana.  Maður verður að passa sig hvaða menn maður hleypir inná bloggið sitt og facebookið. En þetta geta verið fjölmiðlar sem stalkera fræga fólkið á facebook og á moggablogginu.  Allavega er ég það heppinn enn sem komið er að vera ekki með neina slíka hjá mér hehe. Annars væri allt sem ég segi komið í blöðin.

En hvað finnst þér samt um þetta sjálf  þegar þú bloggar nýtt blogg og það fer um leið í blöðin, jafnvel þó það sé bara pínu smáfrétt sem skiptir engu máli úr þínu lífi. Er þetta kannski líka svona í Búlgörsku fjölmiðlunum að það sé svona vel fylgst með öllu sem þú segir í moggablogginu.   

Það er svoldið spes að þú skulir hafa verið valin ein af þeim athyglissjúkustu Íslendingunum þegar þú sjálf ert ekki að veita neina athygli á sjálfum þér í blöðunum  heldur sjálfir fjölmiðlarnir. 

Maður fór næstum því að halda að þú værir búinn að fá sérdálk þarna í blöðunum.  

En já þá veit maður það.  Aumingja þú vera svona fræg og með blaðamanna stalkera í kringum þig.   

The Comic's man, 18.3.2009 kl. 22:38

12 Smámynd: Ásdís Rán

þetta er áhugavert comment - ég er sammála þessu með athyglissjúkustu íslendingana, ég var ekki alveg að fatta það þar sem ég er oftast sett í sviðsljósið og hef ekki mikið fyrir því sjálf en hins vegar eru margir sem vilja pirra sig á því að ég troði mér allstaðar!  mér finnst það alltaf jafn kjánalegt að heyra.

Varðandi athyglina þá er þetta ferill sem ég valdi mér sjálf og ég get ekki kvartað útaf þessum ókeypis auglýsingum vikulega hvað svo sem ég geri, þær eru ómetalegar á vissan hátt og meðan þessir miðlar tala svona fallega um mig þá er ég bara þakklát frekar en eitthvað annað... Það er sama sagan í Búlgariu og ýktara ef eitthvað er.

það er ekkert aumingja ég neitt  ég er alveg sátt...

Ásdís Rán , 19.3.2009 kl. 08:04

13 Smámynd: The Comic's man

Það er frábært að vita það að þú ræður við sviðsljósið og alltaf undirbúinn öllu gagnrýni þó að sum séu frekar neikvæð.  Það þarf sterka og ákveðna manneskju til að takast á við þau. Gangi þér svo sem allra best í því sem þú ert að gera.

The Comic's man, 19.3.2009 kl. 19:07

14 Smámynd: Ásdís Rán

það er aldrei neinn sem gagngrínir mig á neikvæðan hátt nema þá einstaka manneskjur sem hafa sínar skoðanir á mínum heimi, það er bara eðlilegt og á við um allt þekkt fólk í heiminum. Fjölmiðlarnir á ísl og í Bg hafa ekki látið neitt neikvætt fall í minn garð nema þá kannski séð og heyrt sem kemur með einstaka slúðursögur en oftast jákvæðar..

Ásdís Rán , 19.3.2009 kl. 19:52

15 Smámynd: The Comic's man

Ég var nú ekki að benda á fjölmiðlana.  En þú hlýtur að vita sjálf hvað ég á við.  Reyndar hefur umfjöllunin um þig á  spjallvefnum  sem ég vil ekki nefna hér á nafn, þar sem þú varst oftast gagnrýnd á neikvæðan hátt, verið í mikilli lægð núna undanfarið. Kannski var þetta bara bóla sem sprakk.  Það hlýtur að vera jákvæð frétt fyrir þig að fá loksins frið frá því.

Annars veit ég að þú pælir lítið yfir því hvorteðer.

The Comic's man, 19.3.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 2044328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband