Svör vikunnar ;)

MónitorÞað sem ég er mest forvitin um er hvaða líkamsrækt þú stundar. Ég er einmitt á sama aldri og þú með tvö börn og mundi alveg vilja hafa svona fallegan líkama:) - Hulda

Hæ Hulda, vanalega fer ég í lyftingarsalinn í c.a klst og stunda kröftugar æfingar fyrir efri og neðri líkama (2-3 sinnum 14-16 reps)og reyni að taka vel á öllum vöðvum líkamans. Fyrir það hita ég upp í 15 mín með því að ganga hratt á bretti, eftir æfinguna fer ég svo í c.a 35-40 mín brennslu á bretti, þrekstiga eða því tæki sem mig langar til að vera á. Þetta geri ég c.a 3 í viku og svo ef ég nenni þá bæti ég við 1-2 dögum þar sem ég fer bara í brennslu í um 40 mín. En þess má geta að ég er yfirleitt með smá utan á mér "curvy" og er engin horrengla en ég reyni að halda líkamanum á mér vel mótuðum. Ég er um 170 cm og flakka frá 58-60 kg og með góðan vöðvamassa sem skiptir öllu!

Sæl Ásdís mig langaði til þess að forvitnast og spyrja ef það er í lagi.. hvernig heldurðu þér í formi,ertu að taka inn einhver fæðubóta efni, hefurðu prófað herbelife og veistu um einhverjar hraðvirkar grenningar vörur. Vona að það sé í lagi að spyrja þig að þessu, lítur vel út vinan. Væri ekki á móti því að vera jafn glæsileg. - Ólöf Rut

Hæ Ólöf ég er búin að svara hluta af spurningunni þinni hérna að ofan, varðandi fæðubótarefnin þá fæ ég mér stundum prótein-shake í staðinn fyrir máltíð (www.vaxtarvorur.is) en uppistaða fæðunnar sem ég borða er kjúklingur, lax, túnfiskur, grænmeti, hrísgrjón eða salat og passa að borða sem minnst af fitu - en auðvitað missi ég mig stundum í eitthvað sukk! ef það gerist þá refsa ég sjálfri mér í 1-2 daga á eftir í hörðu aðhaldi. Ég mæli ekki með herbelife frekar öðrum prótein drykkjum sem eru þykkari og meiri í sér, ég mæli með nýju JenFe megrunarplástrunum og set inn betri upplýsingar um þá fljótlega. Hraðvirkar grenningaraðferðir sem ég nota:

Hér eru einfaldir megrunarkúrar sem eru notaðir fyrir sérstök tilefni það er gott að taka 2 daga til viku í hörðu aðhaldi ef þú vilt líta sérstaklega vel út. ath skal að þetta er ekki framtíðarlausn heldur tímabundin, hér eru nokkur dæmi:

48 klst Hollywood kúrinn er djúskúr sem var seldur á íslandi fyrir um 2 árum, kúrinn gengur útá að drekka eingöngu sérstakan djússafa blandaðan í vatn í 48 klst eða tvo sólarhringa. Kúrinn er snilldar ”skyndi” megrunarlausn og hreinsun fyrir líkamann, hægt er að ná af sér 2-4 kílóum og allur bjúgur hverfur. Margar konur hafa notað þennan kúr einnig til að ná af sér aukakílóum eftir meðgöngu þá á nokkra vikna fresti í x tímabil. Hægt er að panta kúrinn á netinu Wholesale Supplement Store.com.

Smoothie ávaxtakúr: Þennan þarftu að taka í a.m.k viku og hann gengur úta það að sleppa út c.a 2 máltíðum á dag og drekka hreinan næringarríkan smoothie í staðinn fyrir heila máltíð og að sjálfsögðu verður líka að drekka mikið vatn og sleppa óhollustu á meðan á kúrnum stendur.

EGM kúrinn: 3 dagar til vika sem þú lifir eingöngu á eplum, gulrótum, gúrkum og möndlum. Þú skerð grænmetið niður í bita og hefur tilbúið blandað í skál og nartar í á c.a 2 kls fresti, þú mátt borða ótakmarkaða skammta af öllu nema möndlunum c.a 15 í hvert skipti. Allir kúrarnir krefjast mikils sjálfsaga!

Ég nota líka brennslutöflur á morgnana og fyrir æfingar.

Good luck Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæjhæj takk fyrir þetta

Ekki veistu um hvort að það sé hægt að nálgast Hollywood kúrinn einhverstaðar annarstaðar en á nettinu og jenfe plásturinn get ég farið bara í næsta apótek og fengjið hann þar.

Takk fyrir hjálpina

Ólöf (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er ég ánægð kæra nafna, þarna ertu kominn á rétta hillu, endilega að ráðleggja ungum konum hvernig þær geti haldið sér í formi.  Gangi þér vel elskan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 13:36

3 identicon

Takk æðislega fyrir ráðleggingarnar, gerir þig svo manneskjulega og skemmtilega að koma með svona svör ;)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:00

4 identicon

Hvernig geturðu ráðlagt konum að nota svona aðferðir til að grenna sig, manneskja sem hefur ákveðið vald í krafti þess hversu mikið hún hefur auglýst sig og sína, ætti ekki að ráðleggja fólki svona vitleysu. Það er ekkert launungar mál að til þess að grenna sig þarf manneskja að borða hollan og fjölbreyttan mat og hreyfa sig, en ekki fara í einhverja skyndimegrunarkúra og nota einhverjar vörur sem bara eru ætlaðar til að ná peningum af fólki! Skamm skamm.

Helga (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:59

5 identicon

Mér finnst ekkert að þessum ráðleggingum hjá þér, þetta er bara svo drullu erfitt en ég er forvitin að vita hvaða brennslu töflur þú notar. Annars gangi þér áfram svona vel.

Inga (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband