31.8.2008 | 15:32
Miss Búlgaría.is
Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar! Þegar ég sagðist ætla að hrista aðeins upp í landanum þar þá meinti ég nú ekki alveg strax! en greinilega brjáluð slúður-fréttamennska í gangi þarna. Ok - þetta byrjar þannig að Garðar fer þarna yfir sem svaka stjarna og búin að vekja mikla athygli, þeir fara eitthvað að grafa upp upplýsingar um hann og finna þá aupair profil síðu sem ég gerði á netinu því ég hef verið að leita að aðstoð, svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukku pottinn! Þetta eru nokkrir dagar síðan og ég er búin að vera daglega í pressunni þar, á öllum frétta síðum, búin að gefa 2 stór viðtöl og fleiri streyma inn.. Myndirnar eru dæmi um eitthvað slúður sem hefur verið birt án þess að ég viti af, ég fékk þetta sent frá blaðamanni.
Garðar fór svo á stóran blaðamannafund í fyrradag með fréttablöðum, TV og fleirum og margar af spurningum blaðamannanna voru í þessa átt: er satt að konan þín sé kominn, er það satt að hún hafi sést á flugvellinum í gær og blabla... Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum! Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar
Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class
Og ef ég mundi nú skilja Búlgörsku þá gæti ég vitað hvað þeir eru að segja t.d hérna: http://cska.gol.bg/article.php?id=39579 - http://cska.gol.bg/article.php?id=39499
Ég hef að á tilfinningunni að það verði aðeins meira stuð þarna heldur en hérna í sveitinni í Svíþjóð!
P.s mig vantar enþá aupair!

Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
-
laugatun
-
malacai
-
annapanna77
-
arijosepsson
-
arnarholm
-
laufabraud
-
arndisthor
-
sjalfbodaaron
-
audureva
-
axelaxelsson
-
ran
-
ofurbaldur
-
bergruniris
-
kaffi
-
storyteller
-
birnast
-
bjarney
-
holar
-
gattin
-
binnag
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
jari
-
saxi
-
esv
-
ellasprella
-
umhetjuna
-
esterh
-
evaa
-
evahrund
-
skotta1980
-
icewoman
-
glamor
-
eyrun
-
fridrikomar
-
fjarki
-
saltogpipar
-
killjoker
-
gtg
-
lucas
-
kerchner
-
bofs
-
zeriaph
-
gunnarpalsson
-
gthg
-
coke
-
gotusmidjan
-
hallarut
-
skodun
-
holi
-
handtoskuserian
-
veravakandi
-
heidathord
-
helgabst
-
helgadora
-
helgagudfinns
-
helgangunn
-
skjolid
-
helgikr
-
krakkarnir
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
kolgrimur
-
hvitiriddarinn
-
daliaa
-
tru
-
little-miss-silly
-
jakobk
-
jevbmaack
-
jensgud
-
joimotor
-
jona-maria
-
kuriguri
-
jbv
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
skjalfandi
-
kiza
-
photo
-
krutti
-
engilstina
-
minkurinn
-
lenaosk
-
liljaingibjargar
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
gummiarnar
-
mal214
-
methusalem
-
myr
-
okurland
-
ottoe
-
huldumenn
-
dj-storhofdi
-
ljosmyndarinn
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
rebekka
-
reynzi
-
lovelikeblood
-
fjola
-
siggileelewis
-
totally
-
sigrunsigur
-
joklamus
-
nr123minskodun
-
hvala
-
sp
-
stebbifr
-
steinar40
-
must
-
eyjann
-
svanurkari
-
swaage
-
isspiss
-
linduspjall
-
ace
-
tinnabessa
-
trish
-
valsarinn
-
vefritid
-
villialli
-
audurvaldis
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilld
Frægari en kallinn , nei segi svona
En Arnold verður ekki hress hvergi minnst á myndirnar hans !!!
Ekki mun þér leiðast að vera þarna í sviðsljósinu Ásdís , Enjoy og bið að heilsa Garðari.
Ómar Ingi, 31.8.2008 kl. 15:39
Þú ert sko orðin rosa fræg frænka kær. Gangi þér og fjölskyldu þinni allt í haginn !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 17:05
Váááá ekki amalegt, ykkur á eftir að ganga rosalega vel í Búlgaríunni, farðu vel með þig
Sigrún Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 18:40
Jæja ég get svo svarið það !!! Vantar þér en au pair :$ ? hverju ertu að leita af?endilega sendu mér línu á mailið mitt;)
Sofía ;*
Sofía (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:50
Vissi ég ekki, auðvitað ertu strax orðin vinsæl, þú ert náttl. þvílíkt skemmtilegt myndefni og þið öll. Garðar heppin að eiga þig fyrir konu. Það verður gaman að fylgjast með ykkur úr fjarska, Búlgaría á eftir að rokka næstu árin
ef ég væri ung þá mundi ég sko sækja um djobbið hjá þér. Haltu áfram að vera þú sjálf þá ertu flottust elskan mín. Knús og kveðjur 

(eru ekki allar stelpur í Búlgó farnar að lita sig ljóshærðar og stunda líkamsrækt? vildi að svo væri)
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:09
Tekurðu miðaldra kall í vinnu? Kann að sjóða kartöflur, keyra bíl, þvo þvott og baka brauð.
Eruð þið ekki örugglega Skagamenn?
Þröstur Unnar, 1.9.2008 kl. 08:43
það er alveg hægt að skoða það ef þú hefur orku í að hlaupa á eftir krökkunum allan daginn!
Ég efast um að það gagnist ljómyndurunum nokkuð að hafa nafnið sitt þarna í Bulgaríu þó það væri betra..
Ásdís Rán , 1.9.2008 kl. 09:03
Prufaðu að nota þetta tól frá Google til að þýða síðuna...
http://www.google.com/translate_t#
Gangi ykkur vel í Búlgaríu.
Haukur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:28
Hef orku á við meðal háhitavirkjun.
Iss, bara skemmtiskokk.
Þröstur Unnar, 1.9.2008 kl. 12:35
http://www.google.com/translate_t# Þar getur þú látið þýða lauslega fyrir þig úr Búlgörsku yfir á ensku ;-)
S.S (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:54
Jáhá! Til hamingju með þetta Ásdís.
Var að skoða myndirnar á Búlgörsku síðunni, Garðar er heppinn maður, segi ekki meira!
Gangi þér og þínum allt í haginn á nýja staðnum.
Einar (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:35
ég er alveg búin að reyna að þíða þetta á mörgum síðum en ekkert gengið
En ég var svo heppin að fá email frá manneskju sem þýddi nokkrar setningar fyrir mig og það var bara súper gott..
Ásdís Rán , 1.9.2008 kl. 18:28
Þetta er auðvitað skandall að blað taki mynd af netinu og noti að vild án nokkura heimilda. Þetta er því miður það sem ljósmyndarar eru að lenda ítrekað í. Ég þekki ekki til í Búlagaríu og hvernig siðferði er í gangi þar, en að íslenskir fjölmiðlar stundi þetta er alveg óðolandi. Þetta á reyndar við um önnur höfundarverk eins og tónlist og kvikmyndir. Það er eins og fólk haldi að ef hægt er að nálgast höfundarverk á netinu að þá sé það ekki þjófnaður. Það er engu skárra en að labba út í búð og stela vörum. Óþolandi .
Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:59
Ég held að þú þurfir minnst á au pair að halda, frekar túlk því þarna tala fáir ensku.
Svo væri kannski ekki galið að fá sér lífvörð.
Mafían ræður ríkjum þarna.
Darri (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:37
Im already in the mafia
ekki svo vittlaust að fá sér lífvörð ef Garðar skyldi klúðra færi...
Ásdís Rán , 2.9.2008 kl. 09:24
Ég væri alveg til að koma til þín sem au pair það væri eflaust skemmtileg upplifun... vonandi finnur einhverja sem fyrst :)
Eydís (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:39
stelpur ef þið hafið áhuga þá er allt í lagi að senda mér bara email á asdis@model.is. Vil samt ekki neinn letihaug
Ásdís Rán , 2.9.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.