Nælið ykkur í nýjasta tölublað Vikunnar

vikan2

Brot úr viðtali...

MIlljóndollara konan - Það verður seint sagt um Ásdísi Rán Gunnarsdóttur að hún læðist meðfram veggjum, enda hér á ferð stúlka með litlar efasemdir um eigið ágæti. Mörg mættum við sennilega taka þá afstöðu til fyrirmyndar en þó stúlkan hafi vakið aðdáun fyrir ytri fegurð og hispursleysi er hún ein þeirra sem margir elska að hata. 

Um gagnrýnisraddir sem heyrst hafa á hinn svokallaða fegurðarbransa hefur Ásdís þetta að segja: „Hver velur sína leið, ef stúlkur hafa áhuga á að ná langt á fegurðinni þá er um að gera fyrir þær að gera það! Það er alveg jafn gott og að ná frama í einhverju öðru. Ef dóttir mín fær áhuga á slíku í framtíðinni myndi ég leiðbeina henni enda kann ég þetta allt saman mjög vel. En ég myndi ekki ýta henni út í eitthvað slíkt. Sjálf hef ég einfaldlega setið fyrir að gamni annað slagið. Þetta er í rauninni áhugamál, ég myndast ágætlega og finnst gaman að sitja fyrir svo þetta er bara smá tilbreyting frá mömmustarfinu.“ Leiðindafylgifiskur athyglinnar eru Gróusögurnar sem fylgja vilja, Ásdís hefur ekki farið varhluta af þeim en segist reyna að leiða slíkt hjá sér. „Þeir sem eru í sviðsljósinu eru sífellt gagnrýndir, fólk annað hvort elskar þig eða hatar. Það skiptir ekki máli í hvaða fagi þú ert, þú sérð nú bara hvernig forseti Bandaríkjanna var tekinn fyrir. Þú getur aldrei fengið einungis góðu hliðina. Að sjálfsögðu finnst mér oft súrt að heyra illkvittna hluti um mig sem eru víðsfjarri sannleikanum en aðallega finnst mér það sorglegt fyrir þann sem eyðir sínum tíma í að velta sér upp úr því sem ég er að gera,“segir Ásdís. Nýlega birti tímaritið Séð og Heyrt djarfar myndir af Ásdísi undir fyrirsögninni „Föl fyrir 5.000 kall.“ Í greininni er látið að því liggja að Ásdís hafi beðið um greiðslu fyrir viðtal við tímaritið. Ásdís hlær þegar málið ber á góma: „Jú, ég bað um greiðslu fyrir viðtal, einfaldlega til að losna við fleiri símtöl frá þeim. Ég hef farið í viðtal á því tímariti þar sem öllu sem ég sagði var snúið við og mér illa brugðið. Í þetta skiptið heyrði ég aftur á móti ekki meira frá þeim.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Persónulega finnst mér frábært að þú kunnir að nýta þín tækifæri Ásdís og óska þér alls hins besta í framtíðinni....

EN fyrirgefðu ?

... ertu að skrifa þetta sjálf um sjálfa þig ???

UUUU en kallast það ekki að gefa sjálfum sér GULLHAMRA..

.... Það hefur nú einhvern tíman verið skrifað um mig... en aldrei nokkurn tíman hef ég skrifað lofgjarðarræðu um sjálfan mig nema í gríni. 

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Brynjar er eitthvað að misskilja, þetta er hluti úr viðtali.  Annars finnst mér flott hvernig þú kemur fram í þínu lífi. Örugglega færðu meiri öfund því þú ert ekki bara falleg, heldur líka klár og móðir og eiginkona og stendur þig jafn vel í öllu, þessvegan er fólk með alla þessa öfund.  Ég heiti Ásdís eins og þú og veit ekki hvort þar er nafnið eða hvað, en ég hef aldrei farið með veggjum og alltaf fundist ég frábær (smá undantekningar þó) og það er ekkert að því að vera flottur og fitt eins og þú. Vona bara að þér muni ganga allt í haginn í vinnu og einkalífi.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert hreinlega allstaðar

Þú ert svona manneska sem ALLIR hafa skoðun á hehe

Gerðu allt sem þú gerir á þinn hátt og vertu þú sjálf , hvað annað fólk finnst um þig er þeirra skoðun og allt í góðu með það , vertu bara ekki að vellta þér of mikið uppúr þeim skoðunum.

Ljúfar

Ómar Ingi, 29.6.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: The suburbian

Þeir sem eru utan af landi, frá smábæjum, kannski, kannast flestir við að verða fyrir almannarógi. Þar er almennt talað illa um fólk og nærast á því ef grannanum hefur mistekist eitthvað. Þetta á einnig við um frægt fólk sem auðvitað er milli tannanna á fólki. Það sem mestu máli skiptir er auðvitað að láta ekki slíkar sögur fara í taugarnar á sér og halda sínu striki. Alltaf eru uppi raddir fólks sem er afbrýðissamt og vill einungis láta illt af sér leiða af því það hefur orðið fyrir vonbrigðum með sjálft sig. You go girl

The suburbian, 30.6.2008 kl. 01:42

5 Smámynd: Ásdís Rán

já Brynjar þú er alveg í tómum misskilning  Ásdís er er nokkuð viss um að eldmóðurinn fylgi að hluta til nafninu svo það kom mér ekki á óvart að þú sért einstök manneskja  hehe...

... en takk fyrir mig öll

Ásdís Rán , 30.6.2008 kl. 08:01

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er einstaklegagaman að fylgjast með þér og þú ´hefur greinilega þann hæfileika að vera þú sjálf.  Öfund er best geymd í koppi þess sem á.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:33

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Sammála, mjög flott viðtal og barnalandskonur eru sorglegar, hef stúderað þær í mörg ár og þær eru einelti nútímans ánþess að gera sér grein fyrir því. Flottar myndir Ásdís og hriiiiiiikalega falleg augu !

Sævar Einarsson, 1.7.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Agný

Gangi þér bara allt í haginn og mundu bara eitt ... " aumur er umtalslaus maður/kona"....

Persónulega hef ég aldrei skilið afhverju manneskjur sem finnst maður vera lélegur pappír eða eitthvað sem þeim mislíkar við mann gera svo ekki annað en að tala um mann...er ekki einhversstaðar sagt "það sem tungunni er tamast er hjartanu kærast".....

kanski öfund þó að maður skilji svo kanski ekki sjálfur afhverju viðkomandi ætti að vera að öfundast...Kanski bara betra að skilja það ekki heldur....betra að vera skilningsl"aus"  en vit"laus"

Agný, 8.7.2008 kl. 22:02

9 Smámynd: MYR

verð að fá að segja þú ert stórgæsileg stelpa og snnilega margar á klakanum sem öfunda þig af þvi í guðanna bænum taktu það nú ekki nærri þér , sem ég reyndar held að þú gerir ekki þetta að geta ekki samgleðst með fólki held ég að sé solið sér 'Islenskt fyrirbæri allir að hafa smá áhyggjur af þvi að vera ekki örugglega bestir og flottastir,

MYR, 21.7.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2044950

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband