12.6.2008 | 21:23
Styrktar-og góðgerðarmál
Það er svona regla hjá mér að heita á ýmislegt áður en ég set mér stór markmið í lífinu og einhvernvegin fannst mér ekki annað við hæfi en að heita á einhver styrktarmál þegar ég ákvað að freista gæfunnar í þessari milljóna keppni sem ég er í og mér langar til að ræða þetta aðeins, ég var fljót að ákveða að EF ég yrði nú það heppin að vinna þennan pening þá hafði ég áhuga á að styrkja brjóstakrabbameins stöðina og Vildarbörn og ég hét á bæði um 1-2 milljónum króna (eftir því hvað er tekinn mikill skattur af þessum 77 milljónum) ég ætla að semsagt að heita 10% af upphæðinni (e.skatt) í góðgerðamál á íslandi en það hefur verið að vefjast fyrir mér hverjir fleiri þurfa á peningunum að halda? ég veit að þeir eru margir en mig vantar góðar ábendingar. Mér finnst ágætt að pæla í svona hlutum áður það hvetur mig ennþá meir til að gera mitt besta
Endilega commentið ef þið hafið eitthvað til máls að leggja...
Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
- laugatun
- malacai
- annapanna77
- arijosepsson
- arnarholm
- laufabraud
- arndisthor
- sjalfbodaaron
- audureva
- axelaxelsson
- ran
- ofurbaldur
- bergruniris
- kaffi
- storyteller
- birnast
- bjarney
- holar
- gattin
- binnag
- skordalsbrynja
- brandarar
- jari
- saxi
- esv
- ellasprella
- umhetjuna
- esterh
- evaa
- evahrund
- skotta1980
- icewoman
- glamor
- eyrun
- fridrikomar
- fjarki
- saltogpipar
- killjoker
- gtg
- lucas
- kerchner
- bofs
- zeriaph
- gunnarpalsson
- gthg
- coke
- gotusmidjan
- hallarut
- skodun
- holi
- handtoskuserian
- veravakandi
- heidathord
- helgabst
- helgadora
- helgagudfinns
- helgangunn
- skjolid
- helgikr
- krakkarnir
- himmalingur
- hjorturgud
- kolgrimur
- hvitiriddarinn
- daliaa
- tru
- little-miss-silly
- jakobk
- jevbmaack
- jensgud
- joimotor
- jona-maria
- kuriguri
- jbv
- prakkarinn
- nonniblogg
- skjalfandi
- kiza
- photo
- krutti
- engilstina
- minkurinn
- lenaosk
- liljaingibjargar
- lindalinnet
- birtabeib
- gummiarnar
- mal214
- methusalem
- myr
- okurland
- ottoe
- huldumenn
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- rebekka
- reynzi
- lovelikeblood
- fjola
- siggileelewis
- totally
- sigrunsigur
- joklamus
- nr123minskodun
- hvala
- sp
- stebbifr
- steinar40
- must
- eyjann
- svanurkari
- swaage
- isspiss
- linduspjall
- ace
- tinnabessa
- trish
- valsarinn
- vefritid
- villialli
- audurvaldis
- thorolfursfinnsson
- motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 2044396
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo er fólk að hneykslast og tala illa um þig! Þetta sýnir þessum ullumbullum að þú hefur stórt hjarta! Djöfull ( afsakaðu orðbragðið ) er ég STOLTUR af þér Ásdís Rán!!!!!!!!!!!!
Himmalingur, 12.6.2008 kl. 22:26
það fylgir nú víst bara sviðsljósinu - Love and hate hort sem það er Madonna, forsetinn eða bara ég...
Ásdís Rán , 12.6.2008 kl. 22:47
Kallast víst bara: ÖFUND!!
Himmalingur, 12.6.2008 kl. 22:58
Til hamingju með þetta. Vona að þér gangi sem allra best. Fallegt af þér að hafa ákveðið styrkja gott málefni ef þú vinnur keppnina
Áróra (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:14
Ég hef alls ekkert til málana að leggja nema það eitt að þetta er frábært framtak hjá þér.
Heiða Þórðar, 13.6.2008 kl. 00:08
PLÚS í kladdann, frábært.
Haraldur Davíðsson, 13.6.2008 kl. 02:38
Frábært hjá þér...... Mér veitti nú ekki af einni eða tveimur svona milljónum til að rétta úr kútnum Gangi þér vel, hlakka til að fylgjast meira með þessu....
Helga Dóra, 13.6.2008 kl. 09:23
Nú vona ég að ég misbjóði ekki fólki sem les þetta blogg Ásdísar Ránar, en ég hef verið alinn upp við sjónarmið að gera góðverk, en að gera þau í hljóði, ekki að gorta við alþjóð hvað ég sé góðhjartaður í eðli mínu. En ef þú vilt styrkja þessi samtök af einlægni, þá óska ég þér gæfu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:38
Heyrðu Mr.Bjarnason allt er nú hægt að setja út á! ég hef nú ekki minnst mikið á þetta fyrr en núna og þar sem flest í kringum mig og þessa keppni er opinbert hefur fólk alveg rétt á að vita að ég hafi áhuga á að styrkja gott málefni í leiðinni! Ef ég væri moldrík svona yfirhöfuð þá mundi ég eflaust líka gefa til góðgerða á þess að segja frá því..
Ásdís Rán , 13.6.2008 kl. 10:54
Ég var alls ekki að setja út á þetta, lestu færsluna mína einu sinni enn, hægt og rólega, og ég bendi þér sérstaklega á lokasetninguna.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:11
Sæl 'Asdís.
Þetta er frábært framtak hjá þér.
'Eg myndi styrkja samtök sem heita "Blátt áfram" þetta eru samtök sem stuðla gegn kynferðisafbrotum gagnvart börnum. Sjálf styrki ég þessi samtök mánaðarlega....
Gangi þér sem best
Guðný (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:20
Þetta er bar gott mál að stykja þessi 2 félög eða frekar opna sjóð fyrir brjóstakrabbameins konur byrja þannig sem hægt er svo að leggja inn á banka númer til að bæta í sjóðinn fyrir þá sem vilja styrkja verkefnið! og konur sem eru í þessum vanda missa úr vinnu í marga mánuðu og hafa ekkert á milli handanna.það er nóg að takast á við veikindin þótt maðr þurfi ekki að hálf svelta líka og reikningarnir hlaðast upp.Þá væri gott að hafa sjóðinn til að útlhluta konum sem eru í vanda staddar út af fjárhagsáhyggjum. Þessu mæli ég með svo hver kona geti fengið styrk úr sjóðnum í sínum vandræðum. Ég skal hjálpa til.... Mæli með þessu af minni reynslu.
Eygló (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:31
Hreint frábær ákvörðun hjá þér stelpa.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.6.2008 kl. 14:08
Frábært hjá þér Ásdís Rán - mikið væri nú gaman ef þú mundir vinna - ég óska þér alls hins besta - þú finnur eflaust einhver góð samtök til að styrkja - nóg er nú af þeim - það hlýtur að vera frábært ef þú mundir styrkja nokkur, það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekki neitt - en allavega gangi þér sem allra best!
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:06
Félag langveikra barna heitir Umhyggja, og svo er annað félag sem heitir Einstök börn sem er félag barna með sjaldgæfa sjúkdóma... ég myndi hiklaust mæla með þessum tveim. Enda styrki ég þau sjálf
En, eins og fleiri hafa sagt hérna... þú tekur þessa keppni í nefið!
Signý, 13.6.2008 kl. 19:41
Guð blessi þig Ásdís Rán og stóra hjartað þitt.
Ég persónulega tek mér frí eina helgi hver jól og sel kort til styrktar SKB (Styrktarfélag Krabbameinssjúkra Barna).
Ég vill hvetja þig að leggja þeim lið. :)
Róbert Þórhallsson, 13.6.2008 kl. 21:23
Takk svo mikið fyrir góðar ábendingar! ég á ekki eftir að geta valið á milli þannig að ef ég vinn þá gef ég örugglega dass til allra, hef það ekki í mér að gera upp á milli Þetta var alveg vítamínssprauta fyrir að leggja enn meira á mig.. AUSTRALIA - HERE i COME !
BTW: mamma að sjálfsögðu stofna ég fyrir þig styrkjasjóð krabbameinssjúkra kvenna (og ég er alltaf að styrkja katthollt)
Blátt áfram, Umhyggja, SKB (og Helga Dóra)
Ásdís Rán , 13.6.2008 kl. 21:42
Mér finnst þetta frábært hjá þér og verð að segja þér að þú komst frábærlega út í þessu viðtali fyrir keppnina og myndirnar eru flottar
Ég mundi styrkja veik börn. T.d. einstök börn eða félag krabbameinssjúkra barna....
Gangi þér vel í þínu öllu Ásdís!
Kveðja
Svala
Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:20
Ég gæti alveg þegið smá pening ;)
En án gríns þá hljómar vel að gefa til langveikra barna, börnin eru verðmætust af öllu.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:59
Gangi þér vel í þessu Ásdís. Láttu ekki öfund og illa tungur trufla þig.
Haraldur Bjarnason, 14.6.2008 kl. 09:53
Ég myndi ekki hugsa mig tvisvar um ef mig langaði að styrkja eitthvað félag sem er styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 14.6.2008 kl. 12:04
Það eru til ótrúlega mikið af félögum sem öll vinna gott og þarft starf. Að sjálfsögðu mæli ég með því að þú leggir Umsjónarfélagi Einhverfra lið.
Mér líst vel á þetta hjá þér. Good luck.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.6.2008 kl. 00:53
Hugsa að Götusmiðjan gæti þegið smá pening.
Lilja Kjerúlf, 15.6.2008 kl. 10:42
"það virkar allavega á mig á þann hátt að þú sért frekar að auglýsa gæsku þína. Það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér en þetta er þó mín fyrsta tilfinning eftir að hafa lesið þessa grein þína"
Ásdís er að leita hjálpar þar sem hún hefur kannski ekki alvitur á hvaða góðu styrktarfélög eru í boði. Víða leynast góð málefni sem þurfa aðstoð. Einnig er hún að koma þeirri umræðu af stað að það er nauðsynlegt að hugsa um einhvern annan en sjálfan sig endrum og sinnum. Það er í raun og veru það göfugasta sem þú getur gert í þessu lífi. Hún er að gera miklu meira gagn með því að hafa opinskáa umræðu um þetta heldur en að halda þessum plönum fyrir sjálfa sig.
Mér finnst þetta komment frekara lákúrulegt og óþarft með öllu.
Róbert Þórhallsson, 15.6.2008 kl. 13:01
Blessuð,
Ég sendi þér póst fyrir helgi, gætirðu nokkuð kíkt á hann og heyrt í mér, þar sem ég er ekki með númerið þitt!?
Kveðja,
Björk
Björk (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:25
ég er búin að vinna mér þátttöku í raunveruleikaþættinum og þarf ekki að vera að sýnast með einhverri PR góðgerða starfsemi,og heldur dýrt að eyða nokkrum miljónum í það. Ég er bara að ræða um þetta útaf því mig langar að láta gott af mér leiða líka og eins og Róbert segir þá er ég ekkert alvitur á þessi félög. Það væri kjánalegt að vera fela þennan áhugaverða part af þátttöku minni í þessari keppni og bara einungis sýna öllum hvað ég er góð að sitja fyrir.. eða hvað finnst ykkur?
Ásdís Rán , 15.6.2008 kl. 20:44
Kattholt! Það þyrfti svo lítið af heildargóðgerðarpeningnum til að virkilega létta undir þar - svo vil ég bara segja að það er fáránlegt að reyna að þagga niðrí fólki sem er raunverulega að reyna að gera eitthvað gott og það er tími til kominn að fólk reyni að setja gott fordæmi sama hvernig það fer að, gangi þér vel Ásdís, ef einhverjir herma eftir þér í framtíðinni og reikna góðgerðarprósentur inní verðlaun sem þeir fá þá verður heimurinn bara betri
halkatla, 17.6.2008 kl. 15:32
Ég gerði athugsemd við innihald færslu þinnar, ekki við þina persónu.
Samkvæmt þinni röksemdafærslu hefði Móðir Teresa ekki átt að koma fram í fjölmiðlum og snerta líf milljóna manna um allan heim.
Að mínu mati ættu góðverk að vera auglýst eins vel og hægt er.
Róbert Þórhallsson, 17.6.2008 kl. 23:19
Behave strákrar..
Ásdís Rán , 18.6.2008 kl. 07:01
tilvera.is - þar vantar klárlega pening fyrir frekari kynningu á félaginu og fl. Ófrjósemi og erfiðleikar við að eignast börn er MUN algengara en flestir halda.
Valbjörn Júlíus Þorláksson, 25.6.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.