20.5.2008 | 17:14
Alveg Merkilegt..
Heyrðu ég varð nú að tjá mig aðeins fyrst ég er svona vinsæl í dag Mér finnst alveg sorglegt hvað margar barnalandskonur geta velt sér upp úr því hvað ég er að gera og reynt að úthúða mér við hvert tækifæri sem býðst, þessi umræða í dag hjá þeim er alveg gott dæmi um hvað það eru sorglegir einstaklingar þarna á ferð. Ég skammast mín stundum fyrir að tilheyra kvenþjóðinni og skil ekki hvernig þær geta látið svona orð út úr sér alveg sama hver er. Ég get ekki annað en fyllst stolti þegar ég sé ungar ákveðnar konur sem fylgja sínum draumum alveg sama í hvaða buisness þær eru og ég tala ekki um að ef þær eiga börn og hafa tækifæri á að elta sína drauma. Ég geri mér fulla grein fyrir því að mitt áhuga svið hentar ekki fyrir alla en þetta er það sem ég valdi mér og ég er bara sátt með það, ég á góðan mann og yndisleg börn plús það fæ ég að fylgja mínum draumum það er engin ástæða til að gera lítið úr því eða þykjast vorkenna mér.
En annað mál mér finnst mér sérstaklega skemmtilegt að lesa þau hrós sem ég fæ hérna á blogginu mínu frá hinum ýmsu konum og það segir okkur bara að við erum ekkert allar svona klikkaðar og getum glaðst með öðrum kynsystrum okkar hvort sem það tengist okkur eða ekki. Mig langar líka að þakka þeim sem stóðu í ströngu við að verja mig þarna inni það er fallega gert og ég met það til mikils.
(Fyrir þá sem vita ekki þá kom víst mjög vinsæll tengill frá 69.is inn á síðasta bloggið mitt hér á síðunni og þetta fór eitthvað illa í sumar þarna úti.)
Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
- laugatun
- malacai
- annapanna77
- arijosepsson
- arnarholm
- laufabraud
- arndisthor
- sjalfbodaaron
- audureva
- axelaxelsson
- ran
- ofurbaldur
- bergruniris
- kaffi
- storyteller
- birnast
- bjarney
- holar
- gattin
- binnag
- skordalsbrynja
- brandarar
- jari
- saxi
- esv
- ellasprella
- umhetjuna
- esterh
- evaa
- evahrund
- skotta1980
- icewoman
- glamor
- eyrun
- fridrikomar
- fjarki
- saltogpipar
- killjoker
- gtg
- lucas
- kerchner
- bofs
- zeriaph
- gunnarpalsson
- gthg
- coke
- gotusmidjan
- hallarut
- skodun
- holi
- handtoskuserian
- veravakandi
- heidathord
- helgabst
- helgadora
- helgagudfinns
- helgangunn
- skjolid
- helgikr
- krakkarnir
- himmalingur
- hjorturgud
- kolgrimur
- hvitiriddarinn
- daliaa
- tru
- little-miss-silly
- jakobk
- jevbmaack
- jensgud
- joimotor
- jona-maria
- kuriguri
- jbv
- prakkarinn
- nonniblogg
- skjalfandi
- kiza
- photo
- krutti
- engilstina
- minkurinn
- lenaosk
- liljaingibjargar
- lindalinnet
- birtabeib
- gummiarnar
- mal214
- methusalem
- myr
- okurland
- ottoe
- huldumenn
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- rebekka
- reynzi
- lovelikeblood
- fjola
- siggileelewis
- totally
- sigrunsigur
- joklamus
- nr123minskodun
- hvala
- sp
- stebbifr
- steinar40
- must
- eyjann
- svanurkari
- swaage
- isspiss
- linduspjall
- ace
- tinnabessa
- trish
- valsarinn
- vefritid
- villialli
- audurvaldis
- thorolfursfinnsson
- motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vildi bara segja að það eru ekki allar barnalands konur sem eru á móti þér! mér finnst þú flott dama! og stendur þig vel. þú ert bæði sæt og flott! haltu þínu striki á gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir í lífinu!!
barnalendingur :D (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:24
Takk fyrir það og gott að heyra
Ásdís Rán , 20.5.2008 kl. 17:30
takk fyrir þessi skrif ásdís, ég er ein af þeim sem hef haft fordóma gagnvart því sem þú ert að gera, en eins og svo oft er það bara af því að maður veit ekkert hvað er í gangi, var einmitt bara búin að gleyma að þú ert mamma og eiginkona sem vilt uppfylla þína drauma, alveg eins og ég ... gangi þér vel
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.5.2008 kl. 17:48
Hunsaðu bara þessar öfundsjúku kellur. Ef þú lætur ummæli þeirra pirra þig, þá er þeirra tilgangi náð. Konur eru konum verstar. Gaman að vita að ennþá eru til konur eins og þú sem láta drauma sína rætast og eru með bein í nefinu. SKÍTT MEÐ HINA!!!!!!!!
Himmalingur, 20.5.2008 kl. 17:51
Þetta eru án efa upptil hópa ófríðar konur með glataðan kall sem lemur þær svona þegar hann nennir sem eru að öfundast útí í þig.
Ekki vera að láta þetta raus í enhverju barnalandsskítapakki.
Ef ég væri þú myndi ég bara yfir höfuð ekki taka mark á neinum sem ég myndi ekki þekkja.
En hvað það er bara mín skoðun
U Go Girl
Ómar Ingi, 20.5.2008 kl. 18:54
Þetta er bara kellingar sem hafa ekkert annað að gera nema úthúða aðra inná þessari síðu. Ekki taka mark á því sem sagt er.
Þú ert myndarleg kona sem gengur rosa vel og þá heyrast alltaf í einhverjum fíflum sem eru öfundsjúkar og ekkert annað!
Gangi þér vel. Flottur fulltrúi íslands!
Helga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:00
Fer svo í taugarnar á mér hvernig þær tala alltaf um þig þarna inná, Þær eru bara bitrar ekkert annað! Nenni samt aldrei að rífast við þær um þetta hef gert það einu sinni og þær bara koma með með einhver kjánasvör til baka.
Arna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:44
Bloggaði einmitt aðeins um það hvað barnalandkellur ættu eftir að segja við fréttinni af mbl.....
Ég er sko ekki með fordóma. Finnst frábært að þú skulir elta draumana þína.... Það eru ekki margar mömmur sem gera það því miður....
Þú náttla ógnar konum,,,, hasarkroppur, gullfalleg, með sjálfstraust og bissnessvit, falleg börn og myndarlegur kall....... Eitt eða tvennt er oft nóg til að fá baktal og afbrýði en að hafa þetta allt er náttla gullnáma fyrir þessar kellur....
Eins og ég sagði á mínu bloggi... Eins gott að við séum ekki allar eins.....
Helga Dóra, 20.5.2008 kl. 19:58
Hallgrímur Óli Helgason, 20.5.2008 kl. 22:24
Góð einkunnarorð sem gott er að hafa í huga þegar þú átt við svona einstaklinga er:
"Rise above"
Berglind (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:09
Þú færð bara gott hrós frá mér þú ert að gera alveg magnaða hluti sem eru ekki á hverra færi að gera og ég tel þetta bara vera öfundsýki í þessum konum. Kemur þeim svo sem ekkert við heldur hvað þú hefur fyrir stafni og ef þær eru eithvað ósáttar þá geta þær bara horft á eða lesið eithvað annað.
Keep up the good work!
Inga 'Omars (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:48
Sæl Ásdís. Halltu áfram á þinni braut þrátt fyrir andstreymi. Að láta draumana sína rætast er það sem allir þrá. Stend með þér. Guð blessi þig.
Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.
Svanur Heiðar Hauksson, 20.5.2008 kl. 23:51
Virkilega vel mælt hjá þér Ásdís ;)
Rósa Líf (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:59
Tæplega 23 þúsund flettingar á einum sólarhringi hér á þessu bloggi!! Hvernig í ósköpunum hefur það gerst? Þetta er svipað og súper-bloggararnir Áslaug, Jóna, Stebbi Fr. og Jenný eru að fá á heilli viku! Ég veit að þú ert gullfalleg og allt það, en þetta er svakalegur jarðskjálfti í lesningu og flettingum hjá þér. Vá!
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 00:59
Sæl Ásdís. Ég var nú með þér í grunnskóla á sínum tíma á Egilsstöðum en the good old days :) En einhvern veginn linkaðist á bloggið þitt og sá þessa færslu þína. Maður hefur séð þig í fjölmiðlum af og til undanfarin ár, persónulega hefur þetta ekki vakið neinn sérstakan áhuga hjá mér þannig ég veit í rauninni lítið hvað þú hefur verið að sýsla annað en þetta módel dót allt saman.
En það er ljóst að þú hefur unnið rosalega vel úr þínu lífi og ert örugglega að upplifa akkúrat það sem 80% af stelpunum sem voru með þér í skóla á sínum tíma dreymdi um.
Með dugnaði,kjarki og áræðni hefur þér tekist að gera markmið þín að veruleika og það er ekkert sem einhver getur sagt neikvætt um það nema úr öfundsýki sem er dapurlegur sjúkdómur!
Haltu þínu striki og gerðu hlutina á þínum eigin forsendum og stefndu að þínum markmiðum í samstarfi við fjölskilduna og gangi þér sem allra best :)
Til ykkar hinna kvenna. Ég hef aldrei skilið hugsanaganginn í sumu kvenfólki, það er eins þið verðið að reyna gera lítið úr öðru kvenfólki,niðurlægja og tala illa um til að láta ykkur líða betur andlega. Geriði ykkur virkilega ekki grein fyrir hversu heimskulegur hugsanaháttur þetta er?
Hvernig væri að gera eitthvað productive við ykkar eigin líf, hugsa um það og tala um það við vinkonur ykkar og hlusta á þær í stað þess að eiða alldi orkunni í að tala niðrandi um annað fólk sem kemur ykkur bara ekkert við?
Ég virkilega skil ekki sumt kvenfólk stundum, eins og ég elska konur mikið :)
Ólafur Sigurðarson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 02:24
Sæl Ásdís, ég verð nú að segja eins og er að ég fer aldrei inn á barnaland einfaldlega vegna þess að þar eru kjaftakerlingarnar verstar og hef ég heyrt af því að þessar kerlingar eigi það til að leggja fólk í hrikalegt einelti þarna á þessari síðu og niðurlægja aðra alveg hrikalega, mín skoðun er sú að þessar konur eiga bara virkilega bágt og ættu að fara að rífa sig upp úr þessu eymdarlífi sem þær lifa. En þú stendur þig rosalega vel, ég er virkilega stolt af þér svo og öðrum konum og körlum sem láta drauma sína rætast. kveðja frá Ísó.
Sigrún Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 08:00
Ýndislegt að heyra frá ykkur og gott að finna stuðning eftir svona skítkast
*Takk*
Ásdís Rán , 21.5.2008 kl. 08:06
Já þessir feministar ganga of langt. Þeir eru með puttana í öllu. Vilja ráða yfir öllum og stjórna öllu. Það nýjasta sem ég heyði frá feminista er að banna ætti karlmönnum að eyða peningum í fótbolta. Frekar ætti að nota það frjármagn í UNIFEM eða
braveheart, 21.5.2008 kl. 08:44
Við sem að þekkjum eða öllu heldur þekktum ;) þig vitum vel að þessi ferill er eitthvað sem að lá alltaf fyrir fótunum á þér og auðvitað rúllar þú þessu upp. Þú stendur þig rosa vel og gaman að fylgjast með þér. Maður þarf bara að muna með þessar barnalandskellingar það er glymur hæst í tómri tunnu. :)
Lena Hulda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:18
@ braveheart
Þessi framkoma vinkvenna minna á barnalandi er langt frá því að flokkast sem femínismi. Ég sem femínisti get ekki annað en gagnrýnt þennan iðnað sem Ásdís starfar í.
@ Ásdís
Þú ert gullfalleg og eflaust býsna vel gefin kona en fyrir mína parta hefði ég viljað sjá þig beina kröftum þínum í annan farveg. Það er sorglegt að konur eyði lífi sínu í að vera sætar því það skilur ekkert eftir sig. Ég óska þér samt góðs gengis í þínu lífi og vona að þú hafir bein í nefinu til að standa með sjálfri þér.
ókunnug (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:45
Því miður eru það neikvæðu og rætnu kellingarnar sem stela athyglinni frá þeim góðu og jákvæðu,sem eru í meirihluta þarna inni á blerÞað er best að hundsa þannig þursa.
Kveðja og gangi þér vel!
Bylgja (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:13
Það er rétt hjá þér að þetta séu nú ekki beint femínistar þarna bara óhamingjusamar einmanna konur frekar.. ég geri margt annað en að vera sæt sjálf ég er mamma og rek fyrirtæki, ferðast út um allan heim í tengslum við það, ég er scout og leita af efnilegum módelum og hjálpa þeim að koma sér á framfæri úti í heim, ég á fjöldann allan af módelkeppnum á Íslandi, Svíþjóð og Noreg, ég á fl vinsælar vefsíður ekki tengdar módelbransanum, ég er að vinna að stofnum fyrirtækis í USA, ég set upp hina ýmsu eventa og hjálpa stórfyrirtækjum að koma sínum saman, ég mundi segja að ég væri mest í einhverju öðru en að vera sæt það er meira bara áhugamál á kantinum sem ég hef gaman af Ég hef ekki hugmynd um hverju ég á eftir að enda í en það gæti alveg eins verið langt frá því að vera tengt þessum bransa ég hef áhuga á mörgu..
Ásdís Rán , 21.5.2008 kl. 10:14
Ég er hjartanlega sammála síðasta ræðumanni ! Ég hef skoðað þennan umræðuvef á barnalndi og sú hugsun læðist inn að þetta sé ein af ástæðum þess að við konur stjórnum ekki heiminum. Það eru alltaf til konur því miður sem eru tilbúnbar að rakka niður aðra sem láta að sér kveða eða eru sýnilegir í samfélaginu. Þá finnst mér líka athyglisverð þessi umræða sem kemur upp hér hjá fólki varðandi þessi viðhorf kvenna að þær hljóti að vera ófríðar, bitrar og sárar yfir fallega fólkinu. Ég tel mig ekki vera neitt af þessu en hefði samt vilja sjá konur eins og Ásdísi leggja annað fyrir sig en þetta. :)
Elín (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:16
Ekkert vera að stressa þig á þessum gribbum, þær öfunda þig bara; Þær segjast ekki öfunda þig en þær gera það samt...
Bottom line: Þeim kemur ekkert við hvað þú eða aðrir eru að sýsla
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:22
Fyrst vil ég byrja á því að þakka þér fyrir hrósið. En það var ég sem tilkynnti þennan þráð á Er.is þegar það var verið að ráðast á þig og það er enn verið að því. Ég sjálfur er ansi oft búinn að lenda í einelti á þessum ömurlega sorglegu vef einsog Er.is sem sífellt hakkar í sig fræga og ríka fólkið. Það er enn ráðist á starfsframa þinn. En þetta byggist auðvitað á fáfræði greindarskorti og öfundsýki. Mér finnst að þú ættir að kæra þetta en það er ekki bara ráðist á þína persónu, það er ráðist á barn þitt og manninn þinn þarna. En þær eru sífellt með þvílíkt ógeðfelda ósvífni í garð annara sem þær sætta sig ekki við í skjóli nafnleyndar og þetta þarf að stöðva.
Þú færð minn 100% stuðning Ásdís mín
Kveðja þinn gamli minnsirkus.is vinur.
Friðjón aka Fribbi1976
Friðjón (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:32
Fyrst vil ég byrja á því að þakka þér fyrir hrósið. En það var ég sem tilkynnti þennan þráð á Er.is þegar það var verið að ráðast á þig og það er enn verið að því. Ég sjálfur er ansi oft búinn að lenda í einelti á þessum ömurlega sorglegu vef einsog Er.is sem sífellt hakkar í sig fræga og ríka fólkið. Það er enn ráðist á starfsframa þinn. En þetta byggist auðvitað á fáfræði greindarskorti og öfundsýki. Mér finnst að þú ættir að kæra þetta en það er ekki bara ráðist á þína persónu, það er ráðist á barn þitt og manninn þinn þarna. En þær eru sífellt með þvílíkt ógeðfelda ósvífni í garð annara sem þær sætta sig ekki við í skjóli nafnleyndar og þetta þarf að stöðva.
Þú færð minn 100% stuðning Ásdís mín
Kveðja þinn gamli minnsirkus.is vinur.
Friðjón aka Fribbi1976
The Comic's man, 21.5.2008 kl. 10:57
Ég held að fólk þurfi bara að leiða svona rugl og vesen hjá sér. Þeir sem vilja endilega tjá sig eitthvað neikvætt um líf annarra virðast hreinlega ekki átta sig á því hvernig það væri ef einhver væri að gagnrýna þeirra ákvarðanir og líf. Gangi þér allt í haginn
Valgerður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 11:01
ef þú ætlar þér að vera þekkt andlit á Íslandi verðuru að læra að leiða allt svona hjá þér stúlka mín og forðast umræðuvefi þar sem allt er látið flakka í nafnleynd
B (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:43
Ég dái þig Ásdís. Þú ert falleg kona, að innan sem utan. Haltu þínu striki. Hugur þinn er hreinn og óspilltur og það er ytri fegurð þín líka. þetta má greinilega sjá á bloggi þínu.
Feministi hér að ofan talar um að Það sé sorglegt að konur eyði lífi sínu í að vera sætar því það skilur ekkert eftir sig. Þetta er svo sannarlega ekki rétt, fegurðin skorar stig, mörg stig. Hún skapar börn, fjölskyldur, hamingju og vellíðan. Fegurðin skorar og skorar hjá körlum. Það er genetískt. Líklega. En sem betur fer er fegurðarhugtakið afstætt. Ásdís ég hvet þig til að láta ekki ræna þig fegurð þinni. Fegurðin er fjölbreytileiki og þú hefur hann. Hugur þinn er frjáls og það er ytri fegurð þín líka.
Biturð er fangelsi sem allir ættu að forðast, en vegurinn þangað er beinn og greiðfær og oftast ófært til baka. Hugsanlega mundi einhver segja þetta veg feminiskrar hugmyndafræði. Eftir þessum vegi þramma þær niður að járnhliðinu.
braveheart, 21.5.2008 kl. 12:57
Ég hef nú alveg um 10 ára reynslu í þvi að leiða svona hjá mér og ekki eins og ég se að verða þekkt núna ég læt þetta ekki hafa nein áhrif á mig en auðvitað alltaf leiðinlegt þegar svona persónulegar árásir eiga sér stað, annas les ég þetta nú yfirleitt ekki.. Mér finnst leiðinlegra þegar ég sé þær taka nýjar stúlkur/stráka illa fyrir þetta gerist daglega þarna á vefnum og margir eflaust ekki eins sterkir og ég.
Ásdís Rán , 21.5.2008 kl. 12:57
Vá fallegt comment Bravehart - takk
Ásdís Rán , 21.5.2008 kl. 13:00
Ásdís mín, ég er nú ein þeirra sem er oft á barnalandi (er samt ekki feit, ljót né bitur:)) og ég er alveg sammála því að það er ekki farið fallegum orðum um þig af öllum. Hins vegar eru margar konur sem eru ekki að fíla það að þeim finnst eins og þær megi ekki hafa skoðun á þessu sem þú ert að gera. Við verðum alltaf að vera viðbúin því að fólk sé ekki sammála okkur. Þú settir minnir mig inn þráð á barnaland til að óska eftir kosningu,eða einhver gerði það fyrir þig, og þannig hófst þetta allt saman. Margar voru hneykslaðar á þér og margar algjörlega á þínu bandi en það þýðir ekkert að fara að pexa við eitthvað fólk úti í bæ.
Haltu þínu striki og láttu þetta ekki skemma fyrir þér:)
ég sjálf (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:36
já það er aldeilis umræða hér í gangi... Ég á nú bara ekki orð yfir svona konur.. Hanga á barnalandi til að nýðast á þeim sem eru að gera það gott.. susss... Það er allt í lagi að vera ósammála um hina ýmsu hluti en að nýðast á öðrum og fjölskyldum þeirra er hreint útsagt dónaskapur! Ég tala nú ekki um þegar er verið að segja að þú sért bara að vera sæt alla daga... Vá kynnið ykkur aðeins málið en þið farið að babbla tóma steypu.. Ásdís er með fyrirtæki og fjölskyldu sem hún er að sinna afskaplega vel og fyrirsætubransinn er áhugamál... Er enginn af ykkur með áhugamál má ég nú bara spurja!? Þetta er sko ekkert síðra en eitthvað annað.... Kynþokki hefur nú aldrei skemmt fyrir neinum... það hefur bara hjálpað ef eitthvað er! ;)
Ég óska þér allt það besta og bara KEEP UP THE GODD WORK! ;)
Ásdís Alda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:11
Barnaland!!! það segir allt sem þarf. Umræðurnar þar eru sjaldnast á háu plani.
Annars finnst mér fátt meiri lákúra að nafngreina og ráðast á ákveðna persónu á vefnum eða bara hvar sem er.
Sama hvaða skoðanir fólk hefur þá á það ekki að taka þig fyrir né aðra persónu. Hægt er að tala um sambærileg mál almennt og skiptast á skoðunum en leið og það er farið að snúa umræðunni á persónur heitir það bara einelti. Engin á það skilið. Þú stendur þig vel að láta þessar konur ekki brjóta þig.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:50
ég hef aldrei séð þessar barnalandsumræður, bara heyrt hræðilegar sögur af þeim ég er samt svo forvitin, hvar er þetta eiginlega í gangi?
haltu þínu striki Ásdís, ég skil engan vegin þennan áhuga þinn en vona að þú náir árangri og haldir áfram að elta þína drauma!
halkatla, 22.5.2008 kl. 13:17
Ég hef ekkert vit á tísku, módelstörfum, og slíku en ég held samt að það snúist um ansi mikið annað en að vera "bara" sæt.. Hef ekki séð þessar umræddu barnalandsumræður, þvæ hendur mínar af þessum blessuðu umræðum eftir að ég fékk hótanir um líkamsmeiðingar þegar ég setti einhverju sinni inn umræðu um mitt hobbí - scrapbooking!!! Halló, hversu langt getur fólk lagst í það að tuða, bulla og þvaðra um hluti sem það hefur ekki hundsvit á... Biturðin þarna inni ríður ekki við einteyming, svo er víst...
Segi bara við þig Ásdís.. Haltu áfram að fylgja hjartanum og draumunum.. Ég vildi óska að ég hefði slíkt til að fylgja af slíkum eldmóð. Haltu áfram að vera þú sjálf og láttu ekki einhverjar snarruglaðar og bitrar kellur á bl draga þig og þína niður í svaðið...
Þú ert falleg, að mér virðist að utan sem innan, móðir, eiginkona, kona á framabraut og ég veit ekki hvað og hvað... haltu þínu striki.
Kv. Kristín
Krissa (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:21
Óhjákvæmilegar fylgifiskar þess að hafa kjark og þor til að fylgja draumum sínum eru ýmsir hælbítar, gott að sjá að þú lætur ekki lítilsgildar smásálir slá þig svo auðveldlega út af laginu...enda flottust!
Georg P Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 22:27
Gangi þér vel, stelpa. Langt síðan við höfum sést en það var voða gaman að taka viðtalið við þig i Vikuna í denn. Ekki verra að komast að því að við eigum sama afmælisdag!
Gott hjá þér að taka allri gagnrýni létt, fólk hefur misjafnar skoðanir og bara um að gera að virða það. Fyndið samt að sjá suma sem kommenta kalla alla sem gagnrýna þig feitabollur, bitringa eða femínista. Ég er kannski ekki bitur en ... ekki að detta í sundur af hor og er femínisti en sendi þér mínar bestu stuðningskveðjur!!! Frábært þegar fólk lætur drauma sína rætast, eins og þú. Mig dreymir t.d. um að komast í flugferð í þyrlu, hvernig væri að ég reyndi að láta það fara að rætast? Hehehhehe!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:22
Nei hæ Gurra mín ég er buin að sakna þess að heyra í þér! ég lét þyrludrauminn rætast í des síðastliðinn og það var magnað ;)
Ásdís Rán , 26.5.2008 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.