20.4.2011 | 08:06
Mætt aftur á MBL
Ég er nýkomin úr 3 vikna ferð til Búlgaríu þar sem ég var að undirbúa framleiðslu á nýju kjólalínunni minni Midnight Queen, hún samanstendur af þokkafullum stuttum skvísu-kjólum sem ættu að henta ágætlega fyrir sumargleðina. Það var gaman að koma aftur til Búlgaríu eftir nokkra mánuða fjarveru, maturinn, suðræna loftið, fílingurinn og fólkið - alveg yndislegt! :) Auðvitað var alveg rosa fjör hjá mér eins og vanalega - hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.
Ég skelli svo inn myndum af kjólunum innan skamms!
Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
- laugatun
- malacai
- annapanna77
- arijosepsson
- arnarholm
- laufabraud
- arndisthor
- sjalfbodaaron
- audureva
- axelaxelsson
- ran
- ofurbaldur
- bergruniris
- kaffi
- storyteller
- birnast
- bjarney
- holar
- gattin
- binnag
- skordalsbrynja
- brandarar
- jari
- saxi
- esv
- ellasprella
- umhetjuna
- esterh
- evaa
- evahrund
- skotta1980
- icewoman
- glamor
- eyrun
- fridrikomar
- fjarki
- saltogpipar
- killjoker
- gtg
- lucas
- kerchner
- bofs
- zeriaph
- gunnarpalsson
- gthg
- coke
- gotusmidjan
- hallarut
- skodun
- holi
- handtoskuserian
- veravakandi
- heidathord
- helgabst
- helgadora
- helgagudfinns
- helgangunn
- skjolid
- helgikr
- krakkarnir
- himmalingur
- hjorturgud
- kolgrimur
- hvitiriddarinn
- daliaa
- tru
- little-miss-silly
- jakobk
- jevbmaack
- jensgud
- joimotor
- jona-maria
- kuriguri
- jbv
- prakkarinn
- nonniblogg
- skjalfandi
- kiza
- photo
- krutti
- engilstina
- minkurinn
- lenaosk
- liljaingibjargar
- lindalinnet
- birtabeib
- gummiarnar
- mal214
- methusalem
- myr
- okurland
- ottoe
- huldumenn
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- rebekka
- reynzi
- lovelikeblood
- fjola
- siggileelewis
- totally
- sigrunsigur
- joklamus
- nr123minskodun
- hvala
- sp
- stebbifr
- steinar40
- must
- eyjann
- svanurkari
- swaage
- isspiss
- linduspjall
- ace
- tinnabessa
- trish
- valsarinn
- vefritid
- villialli
- audurvaldis
- thorolfursfinnsson
- motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekki þitt áhugamál heima annarsstaðar en á þessu bloggi?
Sigurður I B Guðmundsson, 20.4.2011 kl. 10:42
Nú er Mbl fyrir bara gamalt og áhugalaust fólk! díses kræst, þú ættir að skammast þín...
Ásdís Rán , 20.4.2011 kl. 10:49
Hvenar koma svo kjólarnir í búðir hér í Reykjavík? Verður maður ekki að fara að æfa á fullu;)))
Eygló Sara , 20.4.2011 kl. 11:09
Jú ef þú ætlar að fitta í Tígris kjólinn ;) þeir verða komnir í búðir 10 maí!
Ásdís Rán , 20.4.2011 kl. 11:13
Mikið vildi ég að Moggabloggið væri laust við svona forpokaða dínósaura eins og þennan Sigurð I. B. Guðmundsson sem með einu kommenti tekst að afhjúpa gjörsamlega hverslags lúser er þar á ferðinni.
Grefill (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 11:25
Heil og sæl; Ásdís Rán - og aðrir gestir, þínir !
Vertu velkomin; á ný.
Vona; að sá ágæti drengur, Sigurður I B Guðmundsson gaumgæfi betur, sín kaldranalegu orð, í þinn garð. Hlýtur; að hafa legið eitthvað illa, á pilti.
Þó svo; ég hrærist í fornum fræðum, sem almennri stjórnmála umræðu, þykir mér þú eiga fullt erindi, hér á Mbl. vef - ekki síður, en margur annarra, Ásdís Rán, með þín hugðarefni.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 12:20
Takk fyrir það kærlega Óskar og grefill
Ásdís Rán , 20.4.2011 kl. 13:00
Gangi þér alt í haginn með framleiðslu verka þinna.
Jón Sveinsson, 20.4.2011 kl. 13:00
Við hljótum að fagna fjölbreytileikanum, annars gengju allir í svörtum sokkum! ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.4.2011 kl. 17:00
Frábært að fá þig hér á Mbl.gaman að fara að lesa þína pistla
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 20.4.2011 kl. 17:18
Tek undir með Óskari Helga.
Það er ekki eins og síðan hennar Ásdísar ryðjist óboðin inn á heimili fólks, en Sigurður I B hafði sérstaklega fyrir því að koma hér inn og að auki að setja inn ósmekklega athugasemd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2011 kl. 20:11
það er skemtilegra að lesa Staksteina .Ásdís Rán láttu fara sem minst fyrir þér.
Vilhjálmur Stefánsson, 20.4.2011 kl. 22:45
Velkomin og hafðu úrtölur að engu.Ekki eiga þessi spjátungar bloggið.
Yngvi Högnason, 20.4.2011 kl. 22:55
Gott gott
Við vorum orðin leið á Siv og Jóhönnu.
Viggó Jörgensson, 21.4.2011 kl. 01:21
Það er alveg ljóst hvað Siggi I B hugsar um áður en hann fer að sofa
Ómar Ingi, 21.4.2011 kl. 02:41
Vertu hjartanlega velkomin hér á bloggið Ásdís Rán. Þú ert kærkomin tilbreyting frá þeim forpokuðu afturhalds og íhaldshundum sem hér ríða húsum eins og t.d þeim Sigurði I og Vilhjálm i Stefáns, þið ættuð að skammast ykkar og láta okkur hin í friði með forpokuðum og afturhalds/íhaldssömu skoðunum ykkar.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 07:54
Flottir kjólar! Sá Icequeen snyrtivörur frá þér í Hagkaup þegar ég var á ferðinni á Íslandi um jólin. Aðdáunarvert hvað þú ert dugleg og humyndarík. Láttu ekki myglaða karlfauska á moggablogginu hafa áhrif á þig. Þú virðist svo sannarlega vita hvað þú ert að gera og á réttri braut.
Ástþór Magnússon Wium, 21.4.2011 kl. 07:57
Þið eruð yndisleg og þúsund þakkir fyrir frábær og falleg innlegg ég segi bara, nú er maður loksins komin í stuðið!
Ásdís Rán , 21.4.2011 kl. 08:51
Þar sem spurning mín hefur valdið bæði misskilningi og fjaðrafoki finnst mér rétt að taka eftirfarandi fram: Það var aldrei meining mín að meiða eða móðga með minni færslu. Mbl bloggið er fyrir mér dæmigert karla blogg þar sem menn takast á um dægurmál og stjórnmá. Hvort það sé réttur markhópur fyrir kvenmanns umfjöllun um föt, "meik" eða aðrar kvenmannsvörur var bara mín spurning. Ég hef aldrei haft neitt á móti fjölbreytni. Hafi ég sært einhvern með þessari spurningu minni vil ég nota tækifærið og bið afsökunar á því.
Sigurður I B Guðmundsson, 21.4.2011 kl. 09:01
Sigurður I B Guðmundsson: "Mbl bloggið er fyrir mér dæmigert karla blogg þar sem menn takast á um dægurmál og stjórnmá." ARGH! Þú ert nú meiri remban. Er orðin spennt að heyra hvaða gullkorn þú lætur út úr þér næst.
Hugarfluga, 21.4.2011 kl. 09:16
Well fallegt af þér að biðjast afsökunar Sigurður, þú særðir mig ekkert heldur fékkstu frekar til að vorkenna þér sjálfum sem persónu en annað mál ég er nokkuð viss um að hér sé markhópur fyrir alla konur og kalla, makeup & stjórnmál þar sem ég tóraði í fyrsta sæti lengi vel yfir vinsælasta MBL bloggið áður en ég færði mig annað. Þannig að allavegna var ég töluvert vinsælari en kallarnir og stjórnmálin þá og efast um að það sé eitthvað breitt En annas er markmiðið mitt bara að lofa fjölskyldu, vinum og mínum ástkæru stuðningsmönnum að fylgjast með mér úr fjarlægð og hafa gaman að
Ásdís Rán , 21.4.2011 kl. 09:22
Skoðaðu "færsluflokkana", Sigurður:
Færsluflokkar
"Karlablogg um dægurmál og stjórnmál" ?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2011 kl. 12:56
Velkomin aftur Ásdís. Gaman að hrista aðeins upp í moggablogginu
Hreinn Sigurðsson, 21.4.2011 kl. 19:51
Siggi væri góður í kjól held ég!
óli (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 16:09
Þú ert flott, Ásdís. Takk fyrir bloggið.
Hörður Þórðarson, 23.4.2011 kl. 08:12
Takk og Gleðilega Páska!
Ásdís Rán , 23.4.2011 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.