Færsluflokkur: Lífstíll

Verslunarmannahelgin

Ég or Robbi minnÉg og Ægir bróðir

 Update frá Versló, við héldum bara smá garðpartý hjá mömmu í Mosó. Þetta var svaka næs og allir skemmtu sér konunglega í góðum félagsskap.

Hér er ég, Róbert og Ægir bró..

 

 

 

 

 

gamanslökun

 

Victoría og Hektor að leika í garðinum og svo sá síðarnefndi í slökun að horfa á Tv, hann lítur alveg eins út og pabbi sinn þarna! haha..LoL

 

 

 

 

 

 

 


On my way home!

Forsíðuviðtal SAVVYÞað vill svo ánægjulega til að ég ákvað að skreppa með börnin til ísl í nokkra daga eða 1-10 ágúst að heimsækja mömmu! og vinkonurnar að sjálfsögðu Wink þannig að þið sjáið mig kannski skjótast fyrir um verslunarmannahelgina. Ég heimsæki alla vegna pottþétt Dómo, Cafe Oliver og W-class laugum og jú fer í strípur hjá Benjamín á Hár-Gallerí (búin að bíða eftir því tækifæri lengi!)

Endilega kíkið á  www.verlsunarmannahelgin.is og takið þátt í könnuninni!

BTW: Til Mbl, ég er alls ekki sátt við að þurfa vera með þetta útlit á síðunni minni! GetLost


Verslunarmannahelgin 08 - Hvert skal halda?

Hvað á svo að gera um Verslunarmannahelgina 08! Eyjar - Akureyri - Reykjavik eða...??

ég vil endilega minna fólk á að taka þátt í könnun inná www.verslunarmannahelgin.is

*Endilega komið með einhverjar næs hugmyndir*

 


Smá Gossip líka..

jordan 007Ég má nú alveg til með að minnast á það líka að ég var boðuð í prufu til Danmerkur fyrir einhverja Hollywood kvikmynd sem áætlað er að mynda á Ísl á næsta ári. Ég hef nú svosem aldrei litið á sjálfa mig sem leikkonu og ekki haft mikinn áhuga á því hingað til en mér er sagt að ég hafi staðið mig ágætlega og líklegast nælt í hlutverk, leikstjórinn fór svo til ísl og hitti þar fleiri stúlkur í prufu. Þetta er engin stórmynd held ég en það verður gaman að prufa ef af verður! Leikstjórinn heitir Jordan Alan og er ungur og efnilegur hef ég heyrt. Þeir sem hafa áhuga á að leika eða vinna með honum geta haft samband við mig asdis@model.is og ég get komið þeim í samband við hann. Á myndinni er ég, Jordan og Adam sem er danskur leikari.

xx


Smá update..

having_it_all_194214Ég er ekki alveg að standa mig í blogginu þessa dagana, er búin að vera með gesti frá ísl núna stanslaust í 2 vikur! sem er ekkert nema bara mjög ánægjulegt Joyful Tengdaforeldrar mínir eru hérna núna og búið að vera stanslaust veisla og gleði síðustu daga! svo voru tvær vinkonur mínar hérna i síðustu viku og slettu aðeins úr klaufunum með mér. Þessar heimsóknir voru alveg óvæntar og æðislega gaman að fá smá félagsskap! Wink

Svo sem ekki mikið meir um það að segja, langaði bara að deila þessari óvæntu gleði með ykkur !

 


Miss june

missjuneHér er nýjasti og næsti keppandinn "Miss June" í Milljón dollara model leitinni! hún kallar sig Kristal og er bara 19 ára frá USA, töluvert yngri en við hinar sem erum komnar. Ég er enþá eini keppandinn frá evrópu og ekki miklar líkur á mörgum í viðbót Shocking

 

 

 

 


Sumarblíðan

mariaogdisaMaður getur ekki kvartað mikið undan veðrinu hérna í Svíþjóð, það er yfirleitt 20-30 stig annað en hjá ykkur þarna á klakanum! híhí Tounge Stemmingin er voða skemmtileg, fólk nýtir hvern grasbala sem finnst undir sólbað eða "picnik", börnin hálfstrípuð að baða sig í gosbrunnum og litlum sundlaugum sem finnast hér og þar í almenningsgörðunum og kaffihúsin troðfull. Ég hugsa oft en hvað það væri nú yndislegt ef íslenska verðrið mundi nú leifa svona oftar en þessa 10 daga á ári sem gefast í góðviðri! Á börunum á kvöldin getur maður svo notið blíðunnar líka úti léttklæddur með hvítvín í annarri. Hérna á myndinni sitjum við María vinkona mín á góðu kvöldi fyrir utan "Bomulsfabrikken" sem er kaffibar hérna í næsta húsi við mig. Btw: Ég skrapp til Denmark í gær og það var líka steik þar en jæja ég ætla ekki að svekkja ykkur meira með þessu góðviðris bulli! Wink 

//Sumarkveðja!


Nælið ykkur í nýjasta tölublað Vikunnar

vikan2

Brot úr viðtali...

MIlljóndollara konan - Það verður seint sagt um Ásdísi Rán Gunnarsdóttur að hún læðist meðfram veggjum, enda hér á ferð stúlka með litlar efasemdir um eigið ágæti. Mörg mættum við sennilega taka þá afstöðu til fyrirmyndar en þó stúlkan hafi vakið aðdáun fyrir ytri fegurð og hispursleysi er hún ein þeirra sem margir elska að hata. 

Um gagnrýnisraddir sem heyrst hafa á hinn svokallaða fegurðarbransa hefur Ásdís þetta að segja: „Hver velur sína leið, ef stúlkur hafa áhuga á að ná langt á fegurðinni þá er um að gera fyrir þær að gera það! Það er alveg jafn gott og að ná frama í einhverju öðru. Ef dóttir mín fær áhuga á slíku í framtíðinni myndi ég leiðbeina henni enda kann ég þetta allt saman mjög vel. En ég myndi ekki ýta henni út í eitthvað slíkt. Sjálf hef ég einfaldlega setið fyrir að gamni annað slagið. Þetta er í rauninni áhugamál, ég myndast ágætlega og finnst gaman að sitja fyrir svo þetta er bara smá tilbreyting frá mömmustarfinu.“ Leiðindafylgifiskur athyglinnar eru Gróusögurnar sem fylgja vilja, Ásdís hefur ekki farið varhluta af þeim en segist reyna að leiða slíkt hjá sér. „Þeir sem eru í sviðsljósinu eru sífellt gagnrýndir, fólk annað hvort elskar þig eða hatar. Það skiptir ekki máli í hvaða fagi þú ert, þú sérð nú bara hvernig forseti Bandaríkjanna var tekinn fyrir. Þú getur aldrei fengið einungis góðu hliðina. Að sjálfsögðu finnst mér oft súrt að heyra illkvittna hluti um mig sem eru víðsfjarri sannleikanum en aðallega finnst mér það sorglegt fyrir þann sem eyðir sínum tíma í að velta sér upp úr því sem ég er að gera,“segir Ásdís. Nýlega birti tímaritið Séð og Heyrt djarfar myndir af Ásdísi undir fyrirsögninni „Föl fyrir 5.000 kall.“ Í greininni er látið að því liggja að Ásdís hafi beðið um greiðslu fyrir viðtal við tímaritið. Ásdís hlær þegar málið ber á góma: „Jú, ég bað um greiðslu fyrir viðtal, einfaldlega til að losna við fleiri símtöl frá þeim. Ég hef farið í viðtal á því tímariti þar sem öllu sem ég sagði var snúið við og mér illa brugðið. Í þetta skiptið heyrði ég aftur á móti ekki meira frá þeim.“


"Pic of the day" Sunset

SunsetHér er ein rómantísk mynd úr safninu mínu "Sunset" tekin í Tyrklandi InLove Ég mana ykkur nú strákar til að færa unnustu ykkar einhvern óvæntan glaðning í dag þegar þig komið heim, svona rómantískir smáhlutir annað slagið geta skipt sköpum fyrir okkur skvísurnar Wink Lítill pakki, rós, reddaðu barnapíu eða eitthvað...

//Hugs & kisses


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband