21.5.2008 | 11:50
En yfir í annað...
Ég setti inn albúm með nokkrum myndum frá Playboy partýinu Það var skemmtilegt að tæifæri á að sjá þetta í reality því miður var Mr.Heffner ekki á staðnum með sitt crew en aðstoðarkona hans bauð mér að koma aftur ef ég ætti leið hjá (þá á ég víst bara að bjalla) alveg magnað
Mansion-ið var svakalega flott! partýið var í einum hlutanum sem er notaður fyrir svona viðburði. Maður gekk í gegnum fallegan garð og kom inn í annan ekki verri þar sem veislan fór fram þar voru sundlaugar, gosbrunnir, útibarir, kokkar með vegleg veitingaborð, hálfnaktar stúlkur með bodypaint að bera fram skot, gógó dansarar, hljómsveit og allt það besta. Fólkið sem var þarna var mest þekkt fólk úr hinum ýmsu iðnaði, leikarar, auðmenn og módel. Ég heyrði að þeir menn sem höfðu aðgang að þessum partýum þurfa að greiða um 20 þús fyrir aðgang plús vín en víst hægara sagt en gert að komast þarna inn eða nánast ómögulegt fyrir karlmenn. Ég sá slatta af þekktum einstaklingum og þar á meðal átti ég gott spjall við Jason Statam sem lék m.a í The Transporter. Þetta partý var nú bara svona til gamans meðan ég eyddi tíma í L.A bæði útaf myndatökunni sem ég var að fara í og öðrum viðskiptum sem ég átti þangað, ég hefði alls ekki viljað sleppa því en ég stoppaði stutt og hafði gaman af!
En takk fyrir öll commentin á síðasta blogg!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 17:14
Alveg Merkilegt..
Heyrðu ég varð nú að tjá mig aðeins fyrst ég er svona vinsæl í dag Mér finnst alveg sorglegt hvað margar barnalandskonur geta velt sér upp úr því hvað ég er að gera og reynt að úthúða mér við hvert tækifæri sem býðst, þessi umræða í dag hjá þeim er alveg gott dæmi um hvað það eru sorglegir einstaklingar þarna á ferð. Ég skammast mín stundum fyrir að tilheyra kvenþjóðinni og skil ekki hvernig þær geta látið svona orð út úr sér alveg sama hver er. Ég get ekki annað en fyllst stolti þegar ég sé ungar ákveðnar konur sem fylgja sínum draumum alveg sama í hvaða buisness þær eru og ég tala ekki um að ef þær eiga börn og hafa tækifæri á að elta sína drauma. Ég geri mér fulla grein fyrir því að mitt áhuga svið hentar ekki fyrir alla en þetta er það sem ég valdi mér og ég er bara sátt með það, ég á góðan mann og yndisleg börn plús það fæ ég að fylgja mínum draumum það er engin ástæða til að gera lítið úr því eða þykjast vorkenna mér.
En annað mál mér finnst mér sérstaklega skemmtilegt að lesa þau hrós sem ég fæ hérna á blogginu mínu frá hinum ýmsu konum og það segir okkur bara að við erum ekkert allar svona klikkaðar og getum glaðst með öðrum kynsystrum okkar hvort sem það tengist okkur eða ekki. Mig langar líka að þakka þeim sem stóðu í ströngu við að verja mig þarna inni það er fallega gert og ég met það til mikils.
(Fyrir þá sem vita ekki þá kom víst mjög vinsæll tengill frá 69.is inn á síðasta bloggið mitt hér á síðunni og þetta fór eitthvað illa í sumar þarna úti.)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
18.5.2008 | 22:24
Home sweet home...
Hæ öll ég er komin aftur heim og eflaust margir sveittir að bíða eftir spennandi fréttum frá Vegas og L.A! spurning hvort ég skelli ekki inn nokkrum myndum fyrir ykkur ASAP. En annars var þetta nú voða rólegt ferðalag þó það líti kannski ekki beinlínis þannig út á myndunum. Myndatakan hjá mér í L.A gekk mjög vel og ég fæ að birta myndir úr henni a næstu dögum.
Hér er ein mynd úr tökunni EXCLUSIVE ég er ekki viss um að ég megi birta þær strax en þetta gerir einhverja spennta! ath. hún er hrá og óunnin svo hun á eftir að líta töluvert betur út þá eftir photoshop!
(Ég set inn myndir frá PlayBoy partýinu asap)
//kisskiss
(Mynd: Marcel L.A)
Lífstíll | Breytt 20.5.2008 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.5.2008 | 17:12
On my way to Las Vegas og L.A
Ferðin mín byrjar á þriðjudagsnótt og það tekur heldur langan tíma að komast þangað frá Svíþjóð eða ekki nema 18 klst! Helvítis vesen.. Ég er að fara vegna vinnu á Miss Hawaiian tropic Int í Vegas, þar verð ég með Miss Iceland og Miss Sweden með mér og ég er viss um að þær geri góða hluti! Svo byrjar ævintýrið mitt 10 maí þegar ég fer beint af Hawaiian Tropic í flug til L.A og af flugvellinum í Party hjá sjálfum Hugh Hefner! Ég fékk invitation frá PlayBoy höllinni í L.A
svo eftir það er ég í bókuð í svaka myndatöku fyrir The million Dollar model leitina og verð þarna í L.A til 15 maí að freysta gæfunnar. Myndatakan fer fram í Ítalskri Villu sem er ekkert smá flott og mig hlakkar mikið til að vinna með þessu fólki. Ég set inn einhverjar myndir frá Playboy partýinu og úr myndatökunni þegar ég kem heim.
Lífstíll | Breytt 22.5.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.5.2008 | 16:51
Nýja Mónitor blaðið - Náið ykkur í eintak!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 10:52
Mætt á klakann og í Kastljósi í kvöld!
En hvað það er nú gott að vera kominn heim! Hún Ragnhildur í Kastljósi er á leiðinni hérna til mín í kaffi og ætlar að spjalla smá við mig um lífið og tilveruna, svo þið verðið að hafa kveikt á Kastljósi á miðvikudag!
En annars er ég nú stödd hérna vegna Miss Hawaiian Tropic sem fer fram á Cafe Oliver á laugardagskvöldið, húsið opnar kl 21.00 og verð ég sjálf að kynna sýninguna.
Þetta er kvöld sem engin má missa af!
Be there or be square!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.4.2008 | 20:15
Hawaiian Tropic Svíþjóð
Ég sé m.a um Miss Hawaiian Tropic keppnirnar í Svíþjóð, Noreg og á Íslandi, keppninni er nýlokið hérna út í Svíþjóð og mig langaði bara að skella inn einni hópmynd af stúlkunum og mér. Þetta gekk allt vel og sigurvegarinn er þessi sem er í bleika kjólnum hérna til vinstri..
Þarna er föngulegur hópur á ferð!
Kveðja Ásdís
Lífstíll | Breytt 22.5.2008 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2008 | 23:32
Framleiðsla á gallabuxnalínu undir mínu nafni
Ég ætla að staðfesta þessa sögu sem hefur verið í loftinu! Það er gallabuxna-framleiðandinn D-brand sem hefur boðið mér það að framleiða mína eigin línu á ísl og Scandinaviu (ef allt gengur vel) þetta verða dömubuxur sem ættu að koma í sölu næsta haust á klakanum. Ég verð þá bæði andlit línunnar og hönnuður ;) Þetta er að mínu mati mjög áhugavert og skemmtilegt tækifæri og getur opnað önnur góð tækifæri á "branding" undir mínu nafni..
... maður þarf bara að fara flytja sig yfir til Hollywood fljótlega híhí
4.4.2008 | 11:02
Sigurinn í höfn!
Jæja þá er þessu loksins lokið og ekki buið að vera svo auðvellt stríð við þessar skvísur! En ég er fegin að geta slappað af loksins og hætt að nuða í fólki um að kjósa mig! Til að segja ykkur betur frá þessu þá er næst á dagskrá hjá mér að koma mér í gott form og undirbúa mig fyrir aðalkeppnina sem er í Sydney í janúar á næsta ári. Keppnin fer fram eins og einhverskonar samblanda af raunveruleikaþætti og fegurðarsamkeppni, ég er ekki alveg viss hvort það sé hægt að kjósa á netinu en mér finnst það líklegt þar sem þeirra markmið er að kynna savvy.com sem afþreyingarsíðu. Sjónvarpsþátturinn er sýndur út um allan heim! svo við skulum vona að ég verði landi og þjóð til sóma ;) Sigur-viðtalið mið mig getið þið séð hér: http://savvy.com/savvy_says/blonde_ambition
Mig langar að þakka ykkur rosalega vel fyrir allan stuðninginn og að nenna að fara þarna inn og kjósa mig daglega eða við hvert tækifæri. Mér finnst þetta stórkostlegur sigur hjá mér að hafa náð þjóðinni með mér í þetta!
Kossar & knús // Ísdrottningin
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.3.2008 | 10:55
það lítur allt út fyrir að ég verði Miss mars!
Hér er brot úr erlendu viðtali við mig:
Iceland is the most developed society in the world, ranked first on the United Nations Human Development Index. Icelanders are the second longest-living nation with a life expectancy at birth of 81.8 years, and Iceland was recently ranked the fourth happiest country in the world. It is also rumored that Reykjavik is populated with an excess of beautiful blue-eyed women. It is also said that the women out-number the male population which might account for a lot of these very happy Icelandic men.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir is an Icelandic model and modeling agency owner, former television host, and a proud mother of three children. We wondered just how Ásdís finds the time to manage all this and run Miss Hawaiian Tropics in Sweden, Norway and Iceland, and in the past produce her own television show that was similar to the American 'Next Top Model'. We'd like to thank Ásdís for taking the time out of her extremely busy schedule to share with us just how she does it and whether some of the often heard rumors about Iceland are true or just the stuff of legends...
Finnið meira hér:
Endilega skrifið svo í þessa gestabók mína :)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- STJÖRNUSPÁIN ÞÍN Frábær stjörnuspá fyrir alla..
- Landsliðið Hópur markaðsmanna
- The Million Dollar woman video Viðtal og Video
- Vaxtarvörur Fæðubótarefni á góðu verði
- Ég í Kastljós Skemmtileg fréttasaga um mig ;)
- ÁsdísRán.Com Heimasíðan mín
- Á meðal fallegustu modelana að mati Black Rabbit Listi yfir fallegar konur frá ýmsum löndum
- Stöð 2 frétt Ítarleg frétt um keppnina á st 2
- Score - Staðan núna Staða keppninnar!
- Hvernig keppnin virkar Um keppnina
- Hot for The Money Upplýsingar um keppnina
Bloggvinir
-
laugatun
-
malacai
-
annapanna77
-
arijosepsson
-
arnarholm
-
laufabraud
-
arndisthor
-
sjalfbodaaron
-
audureva
-
axelaxelsson
-
ran
-
ofurbaldur
-
bergruniris
-
kaffi
-
storyteller
-
birnast
-
bjarney
-
holar
-
gattin
-
binnag
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
jari
-
saxi
-
esv
-
ellasprella
-
umhetjuna
-
esterh
-
evaa
-
evahrund
-
skotta1980
-
icewoman
-
glamor
-
eyrun
-
fridrikomar
-
fjarki
-
saltogpipar
-
killjoker
-
gtg
-
lucas
-
kerchner
-
bofs
-
zeriaph
-
gunnarpalsson
-
gthg
-
coke
-
gotusmidjan
-
hallarut
-
skodun
-
holi
-
handtoskuserian
-
veravakandi
-
heidathord
-
helgabst
-
helgadora
-
helgagudfinns
-
helgangunn
-
skjolid
-
helgikr
-
krakkarnir
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
kolgrimur
-
hvitiriddarinn
-
daliaa
-
tru
-
little-miss-silly
-
jakobk
-
jevbmaack
-
jensgud
-
joimotor
-
jona-maria
-
kuriguri
-
jbv
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
skjalfandi
-
kiza
-
photo
-
krutti
-
engilstina
-
minkurinn
-
lenaosk
-
liljaingibjargar
-
lindalinnet
-
birtabeib
-
gummiarnar
-
mal214
-
methusalem
-
myr
-
okurland
-
ottoe
-
huldumenn
-
dj-storhofdi
-
ljosmyndarinn
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
rebekka
-
reynzi
-
lovelikeblood
-
fjola
-
siggileelewis
-
totally
-
sigrunsigur
-
joklamus
-
nr123minskodun
-
hvala
-
sp
-
stebbifr
-
steinar40
-
must
-
eyjann
-
svanurkari
-
swaage
-
isspiss
-
linduspjall
-
ace
-
tinnabessa
-
trish
-
valsarinn
-
vefritid
-
villialli
-
audurvaldis
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar