Miss Búlgaría.is

Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar! LoL Þegar ég sagðist ætla að hrista aðeins upp í landanum þar þá meinti ég nú ekki alveg strax! en greinilega brjáluð slúður-fréttamennska í gangi þarna. Ok - þetta byrjar þannig að Garðar fer þarna yfir sem svaka stjarna og búin að vekja mikla athygli, þeir fara eitthvað að grafa upp upplýsingar um hann og finna þá aupair profil síðu sem ég gerði á netinu því ég hef verið að leita að aðstoð, svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukku pottinn! Þetta eru nokkrir dagar síðan og ég er búin að vera daglega í pressunni þar, á öllum frétta síðum, búin að gefa 2 stór viðtöl og fleiri streyma inn.. Myndirnar eru dæmi um eitthvað slúður sem hefur verið birt án þess að ég viti af, ég fékk þetta sent frá blaðamanni.

 Host unlimited photos at slide.com for FREE!

Garðar fór svo á stóran blaðamannafund í fyrradag með fréttablöðum, TV og fleirum og margar af spurningum blaðamannanna voru í þessa átt: er satt að konan þín sé kominn, er það satt að hún hafi sést á flugvellinum í gær og blabla... Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum! W00t Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar Grin Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class Wink

Og ef ég mundi nú skilja Búlgörsku þá gæti ég vitað hvað þeir eru að segja t.d hérna: http://cska.gol.bg/article.php?id=39579  -  http://cska.gol.bg/article.php?id=39499

Ég hef að á tilfinningunni að það verði aðeins meira stuð þarna heldur en hérna í sveitinni í Svíþjóð! Devil

P.s mig vantar enþá aupair!

Host unlimited photos at slide.com for FREE!

Til blaðamanna

Hæ allir! það hefur verið nokkuð um það að myndir sem eru notaðar af mér í hinum ýmsu blöðum eru birtar án nafns á ljósmyndara. Ég vil biðja ykkur alla um að taka ekki myndir af síðunum mínum og birta án þess að láta mig vita ef þið vitið EKKI hver ljósmyndarinn er þá heldur senda mér email asdis@model.is og spyrja. Margar nýju myndirnar mínar eru eftir einn og sama ljósmyndarann hann heitir Arnold www.arnold.is og er snillingur en hann er ekkert ánægður þessa dagana og hyggst á að senda reikning á alla þá sem birta myndirnar hans á síns nafns. Hér er dæmi um myndir eftir hann:0534ASstora0022642_lit.jpgThe IceQueenForsíðuviðtal SAVVYface

 

 

 

 

Sumar myndirnar mínar eru úr auglýsingatökum og hentar ekki að birta með slúðri eða þess háttar, þessar myndir eru með einkarétt á notkun og má þar nefna t.d þessar myndir having it all 194207lhér að neðan.. a0022642_lit.jpg

Það er ekki nema ég gefi sérstakt leyfi til birtinga á myndunum við stærri viðtöl.

Endilega hafið það í huga næst þegar þið birtið grein hvort þið séuð með nafn ljósmyndarans undir myndinni og hvort þið örugglega megið birta myndina.

Takk fyrir lesturinn kæra fólk Wink


Þú spyrð og ég svara..

A0023112litilUndanfarið hefur mér borist nokkur skemmtileg tilboð frá dagblöðum og tímaritum í Rvk sem vilja fá mig til að skrifa hina ýmsu dálka tengda tísku, fegurð, heilsu, lífstíl og bara öllu milli himins og jarðar. Ég ákvað að taka einu áhugaverðu tilboði sem ég fékk frá Monitor sem er ungt og ferskt tímarit (www.monitor.is) þar verð ég með opnu mánaðarlega þar sem ég svara spurningum lesenda sem eru í vandræðum og ráðlegg eftir minni bestu getu. Cool Ásamt því verð ég með einhver nytsamleg beauty & heilsu tips fyrir konur og karla. Þeir sem eru í vanda og hafa áhuga á að fá ráðleggingar frá mér geta sent inn spurningar í gegnum vefsíðuna hjá Monitor fyrir Október blaðið.

Fleiri upplýsingar hér

Endilega fylgist með! Wink


The Love of my life

disa&gaddiMikið ósköp er ég stolt af mínum heitt elskaða núna! Ferðinni er víst heitið til Búlgaríu næst þar sem Garðar negldi feitan 3 ára díl við Búlgörsku úrvalsdeildarmeistarana CSKA-Sofia. Eg veit ekki alveg hvernig mér líður varðandi Búlgaríu en ég er svona að venjast tilhugsuninni og stefni á að hrista vel upp í landanum þar á komandi mánuðum Halo Þetta kom svona svakalega óvænt upp í hendurnar á okkur að maður er bara hálf dofinn ennþá... Nú hafa erfiði síðustu ára loksins borgað sig þetta er alveg ótrúleg tilfinning ég veit ekki hvort ég á að grenja, hlægja eða bara fara að kaupa mér föt! W00t

Garðar ég elska þig - þú átt þetta svo sannarlega skilið ástin mín Heart


Jæja eigum við að ræða Playboy??

having it all 194207lhaving it all 194206lÉg ætla að vitna í forsíðu Séð og heyrt, þar segja þeir frá því að ég hafi fengið tilboð frá þessu fræga tímariti Playboy - sem er alveg satt!  ótrúlegt en satt þá segja þeir rétt frá í þetta skiptið. Ég fékk sem sagt tilboð um prufutöku fyrir "Playmate" og þeir nefndu líka rétta tölu sem er 25.000 usd fyrir vinnuna. Eg var ekki lengi að ákveða mig að þetta væri nú kanski ekki alveg rétti tíminn heldur finnst mér skynsamlegra að bíða og sjá hvernig úrslitin fara í "Milljón dollara þættinum" eftir það ætla ég að íhuga þetta nánar. Ég veit að það eru mjög skiptar skoðanir á þessu, margir segja já blessuð gerðu þetta, þetta er flott blað og vertu ekki að pæla í hvað örðum finnst! en sumir segja hvað með þetta og hvað með hitt og velta sér uppúr alls konar spurningum...

Nú væri ég alveg til í að heyra hvað finnst ykkur??? ég er ekki að biðja um nein leiðindi og læti frá ykkur sem finnst þetta hin versta skömm heldur einföld svör og skoðanir á málinu - með eða á móti?

Gjörið þið svo vel Police

 


Myndavélin fannst!

Vá - ég verð að þakka henni Svönu alveg kærlega fyrir! hún fann vélina á Rex og las bloggið mitt! Smile sem betur fer lenti vélin í höndunum á svona heiðalegri manneskju sem er ekkert sjálfgefið, en hún setti sig í samband við mig og lét mig vita.

TAKK SVANA - þú er æði! Heart

(Það koma svo myndir í næsta bloggi!)

 


Andlit Ray Saxx í Scandinavíu

a0022642_lit.jpgEins og einhverjir hafa heyrt þá fékk ég nýlega samning við Ilmvatnsframleiðandann Ray Saxx. Ég fór í myndatökuna á miðvikudaginn síðasta og hún gekk bara ágætlega, hér er eitt sýnishorn af mynd sem gæti sést á næstunni í verslunum á íslandi og erlendis fyrir Ilmina. Um er að ræða nokkrar myndir sem verða í notkun en ekki er ennþá búið að velja þær réttu. Þið þurfið ekki að bíða lengi því það verður hægt verður að næla sér í glas á góðu verði í september!

Nú er ég á fullu að pakka og ætla að yfirgefa klakann núna kl 4 í dag Crying En ég skemmti mér rosa vel í stoppinu og kem aftur í september í myndatöku fyrir annað svipað verkefni sem er áætlað að mynda í Reykjavik og L.A.

 Takk fyrir góðar mótökur!

//Hugz

 

Btw: Skjöldur á "101 Skjöldur" gerði hárið á mér á þessari mynd og Sólveig á Airbrush makeup í Hafnarfyrði sá um förðun. Ljósmynd: Arnold.is


Ég á afmæli í dag!

arnoldstudio07_635937.jpgOrðin 29 ára! þetta er rosssalegt alveg W00t en sjaldan litið betur og lífið er bara yndislegt Wink

Ég fékk ánægjulega afmælisgjöf þar sem ég var valin andlit erlends ilmvatns sem verður markaðssett á ísl í september! bara æði Smile meiri fréttir af því fljótlega Heart xx


Tíndi myndavélinni!

Þetta er hræðilegt alveg! ég fór út á lífið í gær og tíndi myndavélinni minni Frown með afmælismyndunum af okkur vinkonum og fleirum. Hún að vísu innihélt margar krassandi myndir svo að sá sem er með hana í höndunum er eflaust ekkert ósáttur en ef það kannast einhver við að hafa fundið hana á Rex eða Apótekinu endilega skilið mér henni aftur plíz, það fer ekkert á milli mála að ég á hana ef myndirnar eru skoðaðar! 

Ég rakst á þetta blogg áðan: Þegar fólk er vont fólk www.blogg.visir.is/brussulina endilega lesið yfir þetta að gamni...

 


Þrælflottar um þrítugt! ;)

Dísa og óskHér er smá forsmakk úr myndatöku sem ég fór í nýlega, takan var gerð að gamni þar sem vinkona mín Ósk varð 30 ára og takan ætti að sanna það að maður getur alveg litið betur út um þrítugt eftir 3-4 börn heldur en engin Tounge Ég á 3 börn og hún 4! Gaman af þessu, en við erum að sjálfsögðu umdeildar útaf útliti báðar en mér langar samt að hvetja ykkur áfram stúlkur til að gleyma ekki sjálfsaganum eftir barnsburð, hugsa um heilsuna og hafa svoldið gaman af þessu öllu Wink

Við eigum afmæli báðar nú í byrjun ágúst (8 og 12) og höldum uppá það með smá vinkonu hitting á Cafe Oliver í kvöld. Gaman - gaman! W00t

Fleiri myndir væntanlegar!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Höfundur

Ásdís Rán
Ásdís Rán
//The IceQueen
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Cover main
  • Inside cover
  • Asdis
  • ...all_1079786
  • ...all_1079785

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband